Fara í efni

Ristað grænmetissalat með hvítlauks sósu og ristuðum graskersfræjum

Þetta salat er glútenlaust, vegan vænt og tilvalið fyrir grænmetisætur. Algjör dásemd með hvítlaukssósu.
Ristað grænmetissalat með hvítlauks sósu og ristuðum graskersfræjum

Þetta salat er glútenlaust, vegan vænt og tilvalið fyrir grænmetisætur. Algjör dásemd með hvítlaukssósu.

Gott sem meðlæti eða bara eitt og sér.

Uppskrift er fyrir 4.

Hráefni:

1 heill hvítlaukur

 5 msk af ólífuolíu – skipta henni

1 búnt af gulrótum – skrúbba og snyrta

1 búnt af rauðrófum – skrúbba og snyrta

1 búnt af regnboga blaðbeðju

1 msk af sítrónusafa

¼ bolli af hrá graskersfræjum

Sjávarsalt eftir smekk

Svartur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 180 gráður.

Skerðu ofan af hvítlaukshausnum og helltu ólífuolíu c.a ½ msk yfir hann. Pakkaðu hvítlauk inn í álpappír og settu á disk sem þolir ofn hitann. Láttu hvítlaukinn bakast í 20 mínútur. Taktu úr ofni og hafðu hann áfram í álpappírnum á meðan hann er að kólna því hvítlaukurinn heldur áfram að bakast fái hann að vera innpakkaður.

Hækkaðu nú ofninn í 220 gráður.

Á meðan hvítlaukurinn bakast þá skal taka pott af vatni og láta suðuna koma upp. Settu gulræturnar í vatnið eftir að suðan er komin upp. Láttu sjóða í 2 mínútur.

Settu núna rauðrófurnar í vatnið og látið allt sjóða í um 8-10 mínútur. Takið úr sjóðandi vatninu með litlu sigti og látið undir kalt vatn.

Á þessum tímapunkti ætti hýðið að vera laust á rauðrófum og einfalt að afhýða þær. Notaðu góða græju sem ætluð er til afhýðingar á erfiðustu staðina.

Skerðu gulrætur í helminga og skerðu rauðrófur í fjóra helminga.

Raðaðu þessu á bökunarpappír. Dreifðu yfir allt saman 1 msk af ólífuolíu og salti.

Látið í ofninn og þetta skal ristað í 20 mínútur – snúið grænmeti við eftir 10 mínútur.

Takið nú blaðbeðjuna og setjið á annan bökunarpappír. Dreifið ½ msk af ólífuolíu og klípu af salti yfir og nuddið inn í laufblöðin.

Látið ristast í 5 mínútur eða þar til laufin eru mjúk og létt brún.

Hvítlaukssósan:

Kreistið bakaða hvítlauknum úr hýðinu og setjið í litla skál.

Blandið saman við sítrónu safa og klípu af salti.

Hrærið þessu vel saman og bætið svo 3 msk af ólífuolíu saman við og hrærið aftur vel. Sósan á að vera mjúk.

Að lokum, ristið graskersfræin á lítilli pönnu á meðal hita. Leyfið þeim að eldast en verið stöðugt að hræra í þeim og snúa í 2 mínútur eða þar til þau fara að springa.

Saltið fræin.

Berið svo fram á stórum disk, hristið gulrætur og rauðrófu saman við hvítlaukssósuna, dreifið svo fræum yfir ásamt aðeins af svörtum pipar og meira salti.

Njótið vel!