Fara í efni

Pistasíuhnetur eru ekki bara góðar – þær eru stútfullar af næringarefnum

Pistasíuhnetur eru þær hollustu af hnetufjölskyldunni.
Pistasíuhnetur eru ekki bara góðar – þær eru stútfullar af næringarefnum

Pistasíuhnetur eru þær hollustu af hnetufjölskyldunni. Og ástæðan fyrir því er að þær innihalda afar mikið magn af próteini, kalki, járni, kopar, oleic sýrum og andoxunarefnum eins og A og E-vítamínum.

Það er minni fita í þeim en flestum öðrum hnetum.

 

 

Pistasíuhnetur eru afar góðar fyrir blóðið og ónæmiskerfið, einnig eru þær góðar fyrir hjartað, vöðva og taugakerfið.

Þær eru einnig afar góðar ef þú ert í átaki og ert að létta þig. Bara handfylli á dag dregur úr matarlyst og nart löngunum og fyllir þig orku.

Pistasíuhnetur er mjög góðar við hægðartregðu, þurri húð og fyrir lifrina og nýrun.

Til að vera viss um að fá alla þessa dásamlegu næringu úr pistasíuhnetum þá á að velja hráar, ósaltaðar hnetur sem eru náttúrulegar á litinn og þá er átt við að þær hafi ekki verið litaðar rauðar eða grænar.

Pistasíuhnetuolía er frábær fyrir húðina, hún nærir og endurnýjar hana og einnig er mjög gott að nota hana þegar maður fer í nudd.

Mjög gott er að setja pistasíuhnetur í salöt, í blandað hnetu mix í skál og jafnvel borða þær með pestó.