Hnetusmjörskökur frá mćđgunum

Nú styttist í ađventuna og ţá er hefđ fyrir smákökubakstri á mörgum heimilum.

Okkur finnst vođa huggulegt ađ baka eins og eina eđa tvćr sortir í desember, ađallega til ađ fá notarlegan ilm í húsiđ. Börnunum finnst líka alltaf gaman ađ taka ţátt og ţetta geta veriđ ánćgjulegar samverustundir, inni í hlýjunni. 

 

Ţessar smákökur sem viđ bökuđum um helgina höfđa sérlega vel til ţeirra sem hrífast af hnetusmjöri. 
Ţćr eru Vegan og í lagi fyrir ţá sem eru međ glútenóţol.

...og ţađ er alveg óhćtt ađ smakka deigiđ, enda engin hrá egg. (Sumum fannst deigiđ nćstum betra en kökurnar!)

Uppskriftin

3 dl hnetusmjör (hreint, án viđbćtts sykurs)
1 dl saxađ dökkt lífrćnt súkkulađi (má sleppa)
1 dl saxađar salthnetur
1 dl kókospálmasykur
3 msk kókoshveiti
2 msk eplamauk
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk vanilluduft
nokkur sjávarsaltkorn
 

Ađferđ

  1. Allt sett í hrćrivél og hrćrt saman ţar til ţetta verđur ađ deigi.
  2. Búiđ til litlar kúlur sem ţiđ pressiđ niđur međ gaffli.
  3. Bakiđ í um 10 mín viđ 180°C.
  4. Athugiđ ađ kökurnar ţurfa ađ kólna alveg áđur en teknar upp ţví ţćr eru frekar linar ţegar ţćr koma út úr ofninum.

 

Uppskrift af vef maedgurnar.is

 

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré