Fara í efni

Gullfoss - blandað salat

Gullfoss er salatblanda sem samanstendur af Lollo Rosso salati að meginstofni en auk þess er í Gullfossi mústarður, skrautssúra og rauðbeðublöð.
Gullfoss - blandað salat

Gullfoss er salatblanda sem samanstendur af Lollo Rosso salati að meginstofni en auk þess er í Gullfossi mústarður, skrautssúra og rauðbeðublöð. 


Mústarður er blöð af sinnepsjurt. Þau eru með sterku krydd (sinneps) bragði sem hressir mikið upp á salatið. 
Skrautsúran hefur falleg blöð með rauðum æðum. Hún bragðast svipað og íslenka hundasúran og gefur því sérstakt bragð í salatið auk þess að skreyta það. Rauðbeðublöðin gefa fallegan rauðan lit í salatið en hafa mjög hlutlaust bragð.
 
 

Geymsla

Gullfoss geymist best í pokanum í ísskáp. Kjörhitastig er 0 - 5 °C
Eftir að pokinn hefur verið opnaður er best að loka opinu sem best svo rakinn haldist betur í pokanum. 

Notkun

Pokasalat hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Mjög gott er að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við það og búa þannig til gómsæta máltið. Það hentar líka mjög  vel í alla grænmetisþeytinga.

Af vef islenskt.is