Eru kartöflur hollar eđa óhollar?

Mörgum finnst engin máltíđ fullkomin nema međ kartöflum á međan ađrir finna kartöflum allt til foráttu.

Axel F. Sigurđsson hjartalćknir hefur skyggnst ađeins undir yfirborđiđ og ţessi fróđleiksmoli kemur af vefsíđunni hans mataraedi.is

Međalstór kartafla inniheldur um 100 – 110 hitaeiningar. Í 100 grömmum af hráum kartöflum eru um 72 hitaeiningar. Nokkuđ sláandi er ađ í 100 grömmum af frönskum kartöflum eru rúmlega 300 hitaeiningar.

Hrá kartafla inniheldur um 79 prósent af kolvetnum, 12 prósent af prótínum, 3 prósent af fitu og 5 prósent af trefjum. Fitu – og prótínmagniđ minnkar viđ suđu. Franskar kartöflur innihalda aftur á móti um 44 prósent af fitu og 47 prósent af kolvetnum.

Prótíninnihald kartöflunnar er tiltölulega lágt. Prótínin hafa ţó hátt líffrćđilegt gildi (biological value) og eru ţví svokölluđ gćđaprótín. Fituinnihald kartaflna er lítiđ en er ţó taliđ mikilvćgt fyrir bragđiđ. Kartöflur eru kolvetnaríkar. Kolvetnin eru ađallega í formi sterkju sem er fjölsykra. Ein – og tvísykrur (ađallega súkósi og frúktósi) eru mestar í nýuppteknum kartöflum en ţćr minnka viđ geymslu. Kartöflur eru trefjaríkar, sérstaklega ef hýđiđ er borđađ líka. Engin ástćđa er til ađ afhýđa nýjar kratöflur ţví hýđi ţeirra er oftast ţunnt, ferskt og bragđgott.

Kartöflur eru ríkar af C-vítamíni. Ţćr innihalda einnig mikiđ af B-6 vítamíni, fólinsýru, riboflavíni, ţíamíni og niacini. Ţćr eru ríkar af steinefnum, sérstaklega kalíum en einnig fosfór, jođi, járni, kalki, kalíum, magnesíum, natríum, selen, sinki, kopar, krómi, molýbden, kóbolti, kadmíum og blýi.

Kartöflur innihalda eiturefni sem nefnist sólanín og tilheyrir svokölluđum alkaloíđum. Ţađ er töluvert af ţessu efni í kartöfugrasinu, frćjum ţess og spírunum. Mjög lítiđ er af sólaníni í kratöflunni sjálfri og ţví er ekki hćtta á eitrunareinkennum viđ neyslu kartaflna.

Eru kartöflur hollar eđa óhollar?

Áriđ 2011 viđurkenndu Bandarísku hjartasamtökin, American Heart Assoication, Idaho kartöflur sem heilsusamlega og holla fćđu. Ađalrök samtakanna var hátt nćringargildi, hátt trefjamagn og lágt innihald mettađrar fitu og kólesteróls. Ţar međ fengu bandarískir kartöflubćndur uppreisn ćru ţví kartaflan hafđi átt undir högg ađ sćkja um skeiđ, ekki síst vegna mikils áhuga Bandaríkjamanna á lágkolvetnamatarćđi.

Fyrir tćpum tveimur árum vakti Bandaríkjamađurinn Chris Voigt mikla athygli ţegar hann borđađi ekkert nema kartöflur í 60 daga. Markmiđ hans var ađ borđa 20 kartöflur á dag sem . . . LESA MEIRA

 

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré