Fara í efni

Almennt um járn

Járn telst, ásamt vítamínum, til snefilefna. Vítamín eru sameindir, gerðar úr frumeindum, en járn er aftur á móti frumefni, ein stök frumeind. Þar sem svo lítið þarf af því í fæðunni, flokkast það til snefilefna. Um það bil þriðjung alls járns í líkamanum er að finna í blóði og vöðvum. Þriðjungur er geymdur í lifrinni, miltanu og í rauða beinmergnum þar sem rauðu blóðkornin myndast.
járnrík fæða
járnrík fæða

Járn telst, ásamt vítamínum, til snefilefna. Vítamín eru sameindir, gerðar úr frumeindum, en járn er aftur á móti frumefni, ein stök frumeind. Þar sem svo lítið þarf af því í fæðunni, flokkast það til snefilefna.

Um það bil þriðjung alls járns í líkamanum er að finna í blóði og vöðvum. Þriðjungur er geymdur í lifrinni, miltanu og í rauða beinmergnum þar sem rauðu blóðkornin myndast.

Blóðleysi af völdum járnskorts verður yfirleitt ekki nema við langvarandi járnvöntun í fæðunni því fyrst er gengið á þessar birgðir líkamans.

Í líkama heilbrigðs manns eru 30-40 milligrömm af járni á hvert kíló sem hann vegur.

Til hvers notar líkaminn járn?

Mikilvægasta hlutverk járns er að mynda uppistöðuna í hemóglóbín-sameindinni í rauðu blóðkornunum. Járnið flytur súrefnið til frumnanna og er því lífsnauðsynlegt. Hemóglóbín og mýóglóbín – súrefnisberar líkamans, sem gerir blóðið rautt á litinn, er samsett úr fjórum stórum próteinsameindum með einni járn-frumeind hver. Hver járn-frumeind getur bundist einni súrefnissameind (O2). Mýóglóbín í vöðvunum inniheldur einnig járn. Mýóglóbínsameind er nánast fjórðungur hemoglóbínsameindar og gegnir sama hlutverki. Munurinn er sá að mýóglóbín binst betur súrefni og „sýgur“ því betur upp súrefni úr blóðinu yfir í vöðvana sem eru að vinna og þurfa á súrefni að halda. Þegar súrefnið binst hemóglóbíninu breytist lögun þess örlítið og einnig liturinn. Þess vegna er súrefnislausa blóðið í bláæðunum dekkra en súrefnismettaða, ljósrauða blóðið í slagæðunum.

Önnur hlutverk járns

Járn er að finna víðar, en í mun minni mæli, t.d. í ákveðnum ensímum í efnaskiptum líkamans og í hvítu blóðkornunum.

Hvaða matur inniheldur járn ?

Mest fæst úr kornmeti en fimmtungur úr kjöti og annar fimmtungur úr grænmeti.

Þess má geta að járn úr kjöti – svonefnt hemjárn er auðmeltara en annað járn.  Aðeins um tíundi hluti járnsins sem við neytum er þeirrar tegundar. Af kjötmeti er lifur einkum góður járngjafi. Grænt grænmeti, t.d. spergilkál, er einnig járnauðugt.

Gagnstætt flestum bætiefnum er best að taka viðbótarjárn milli mála því vissar fæðutegundir geta hindrað upptöku.

Járn er tekið upp í þeim hluta ristilsins sem er næst maganum (á latínu jejunum).

Hversu mikið járn má taka?

Ráðlagður dagskammtur fyrir karlmenn, drengi og konur sem ekki hafa tíðir er um 10-15 milligrömm af járni. Ráðlagður dagskammtur í töfluformi fyrir meðalmann er 10-15 milligrömm á dag. Magnið er þó einstaklingsbundið því misjafnt er hversu mikið blóð konur missa við tíðir. Meðaljárnneysla ungra kvenna er aðeins um 9 milligrömm á dag.

Þegar járn er tekið vegna blóðskorts getur viðbótarskammtur af C-vítamín aukið upptöku járnsins. Hins vegar getur kalsíum og mangan dregið úr upptöku járns.

Hverjum er mest hætt við járnskorti?

Konur á barneignaraldri, einkum konur sem fá miklar tíðablæðingar þurfa oft viðbótarjárn til að komast hjá járnskorti.

Lítil börn og börn á vaxtarskeiði geta einnig þjáðst af járnskorti.

Barnshafandi konum er oft ráðlagt að taka um 60 mg af viðbótarjárni daglega. Þá er það tekið í formi ákveðinnar vítamínblöndu fyrir barnshafandi konur sem í eru önnur nauðsynleg efni (svo sem fólinsýra). Vart verður við járnskort hjá um fimmtungi barnshafandi kvenna.

Blóðgjafar geta einnig þurft að taka viðbótarjárn. Við eina blóðgjöf tapast allt að 200 mg af járni. Fyrir fullorðinn karlmann er þetta járnforði 200 daga.

Aldraðir sem neyta einhæfrar fæðu.

Fólk með blæðingar frá meltingarvegi, t.d. úr blæðandi magasári.

Áfengissjúklingar.

Fólk sem ekki neytir kjötmetis.

Langtímanotkun ýmissa lyfja getur einnig aukið hættuna á járnskorti:

Lyf með acetýlsalisýlsýru (aspirín, kódimagnýl o.fl.)

Ákveðin gigtarlyf af NSAID flokki (non-steroid anti-inflammatoric lyf)

Sýklalyfið tetracyklin við bakteríusýkingum

Antabus við alkóhólisnma

Etídrónat við beinþynningu

Penicillamín við nýrnasteinum.

Hver eru einkenni járnskorts?

Járnskortur leiðir fyrst og fremst til blóðskorts. Blóðskortur verður ekki fyrr en eftir langvarandi járnskort því að fyrst notar líkaminn járnforða í lifur, milta og beinmerg.

Einkenni járnskorts geta verið þreyta, fölvi, ör hjartsláttur, höfuðverkur, svimi og mæði.

Yfirleitt fá karlar nægilegt járn en unga drengi getur þó vantað járn. Konur í öllum aldurshópum fá yfirleitt of lítið járn.

Um þriðjung kvenna á barneignaraldri skortir járn.

Hvernig á að meðhöndla járnskort?

Við járnskorti og um leið blóðskorti fá fullorðnir um 200 mg á dag. Börn fá 2-3 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þar sem yfirleitt er járnforði í lifur, milta og beinmerg verður að halda meðferð áfram eftir að blóðhlutfallið er orðið eðlilegt svo að forði safnist upp.

Fjölgar rauðum blóðkornum þegar viðbótarjárn er tekið?

Viðbótarjárn fjölgar ekki rauðum blóðkornum nema þau hafi áður verið of fá vegna járnskorts.

Hvers ber að gæta þegar járn er tekið?

Fólk með arfgenga sjúkdóminn haemokromotose, tekur upp óeðlilega mikið járn og má því ekki taka viðbótarjárn.

Hvers þurfa barnshafandi konur að gæta?

Heilbrigðisyfirvöld mæla með viðbótarjárni handa barnshafandi konum eftir um fimm mánaða meðgönguViðbótarjárnið má einnig taka í sérstakri vítamín- og steinefnatöflu sem tekin er alla meðgönguna. Þannig safnast forði á fyrstu sex mánuðum meðgöngunnar svo að ekki þarf að taka stóran skammt síðustu þrjá mánuðina.

Hvernig lýsir of mikið járn sér?

Ef of mikið járn er tekið í stuttan tíma getur það valdið magaverkjum, niðurgangi og uppköstum. Meira en 30-60 mg af járni á dag á hvert kg líkamsþunga getur verið hættulegt. Aukaverkanir af járntöku geta verið brjóstsviði, hægðatruflanir eins og hægðatregða og magaverkur. Járnið gerir hægðirnar svartar. Eitrun af völdum járns í lyfjaformi getur reynst hættuleg, einkum hjá börnum. Skammturinn verður þó að fara yfir 200 mg á hvert kg líkamsþungans til að teljast banvænn. Það er meira en 1000 sinnum stærri skammtur en ráðlagður dagskammtur karla.

Má taka vítamín/steinefni með öðrum lyfjum?

Ekki ætti að taka sum sýklalyf (penicillín o.þ.h.) um leið og járn. Þrjár til fjórar klst. ættu að líða á milliintku þessara lyfja.

Heimildir: doktor.is