Súkkulaði brownies með pekanhnetum

Súkkulaði brownies
Súkkulaði brownies

Súkkulaði brownies með pekanhnetum

Innihald:
1 ½ bolli pekanhnetur
2 vel þroskaðir bananar
175 gr döðlur (ef þurrar – setja þá aðeins í bleyti u.þ.b. 15 mín)
3 msk möndlusmjör eða hnetusmjör
3 msk hunang
2 msk kókosolía (brædd)
¼ bolli kakóduft 

Aðferð:
-  Blandið saman pekanhnetunum, 1 banana og döðlunum í matvinnsluvél þar til blandað verður mjúk.
-  Dreifið blöndunni í fat sem kemst inn í frystinn og hefur verið klætt að innan með bökunarpappír.
-  Blandið saman banana, möndlusmjöri, hunangi, kókosolíu og kakóduft í matvinnsluvél þar til blandan er orðin silkimjúk.
-  Dreifið súkkulaðiblöndunni yfir pekanblönduna.
-  Setjið í frystinn í 2 klst.
-  Takið út og skerið í bita. 

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns 


Athugasemdir

Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré