Fara í efni

Kanilmuffins

Hef gert þessi einföldu, fljótlegu og bragðgóðu kanilmuffins mjög oft og alltaf klárast þau ótrúlega fljótt. Frábær sem sparimillimál.
Þetta er eitthvað fyrir þá sem fíla kanil
Þetta er eitthvað fyrir þá sem fíla kanil

Hef gert þessi einföldu, fljótlegu og bragðgóðu kanilmuffins mjög oft og alltaf klárast þau ótrúlega fljótt.  Frábær sem sparimillimál.





Kanilsósan

Innihald:

2 msk agave sýróp
1 msk kanill
1 msk kókosolía

Aðferð:

Allt hrært saman og sett til hliðar




Muffins
 

Innihald:

1 bolli möndlumjöl
2 msk kókosmjöl
½ tsk vínsteinslyftiduft
1-2 tsk kanill
¼ tsk sjávarsalt
¼ bolli kókosolía
¼ bolli agave sýróp
3 egg
1 msk vanilludropar 

Aðferð:

-       Þurrefnunum blandað saman
-       Olíu, agave, eggjum og vanillu blandað saman í aðra skál
-       Öllu blandað saman
-       Sett í form u.þ.b. ¼ - ½ í hvert og eitt – gott að nota sílikonform
-       Kanilsósunni dreift yfir muffinsin með teskeið
-       Bakað við 8 – 12 mín við 180°C
-       8 – 12 stk.

Njótið!