Fara í efni

Vatn, sítrónusafi og eitt efni til viðbótar í blönduna geta gagnast gegn mígreni og höfuðverk: Myndband

Höfuðverkur og mígreni eru ekki mikið fagnaðarefni og geta auðveldlega eyðilagt daginn fyrir fólki. Mikið úrval er af verkjalyfjum í lyfjaverslunum sem geta hjálpað til við að lina þjáningarnar en sum þeirra geta þó haft ákveðnar aukaverkanir í för með sér og sumum er beinlínis illa við að taka verkjatöflur vegna þessa. En þá kemur blanda af náttúrulegum efnum til sögunnar, efnum sem eru líklegast til á flestum heimilum og ef ekki þá fást þau í næstu matvöruverslun.
Vatn, sítrónusafi og eitt efni til viðbótar í blönduna geta gagnast gegn mígreni og höfuðverk: Myndb…

Höfuðverkur og mígreni eru ekki mikið fagnaðarefni og geta auðveldlega eyðilagt daginn fyrir fólki. Mikið úrval er af verkjalyfjum í lyfjaverslunum sem geta hjálpað til við að lina þjáningarnar en sum þeirra geta þó haft ákveðnar aukaverkanir í för með sér og sumum er beinlínis illa við að taka verkjatöflur vegna þessa. En þá kemur blanda af náttúrulegum efnum til sögunnar, efnum sem eru líklegast til á flestum heimilum og ef ekki þá fást þau í næstu matvöruverslun. Pressan fjallaði um málið.

Í umfjöllun Dagens um málið kemur fram að með því að setja ferskan sítrónusafa (kreista eina sítrónu) út í fullt glas af vatni og bæta tveimur teskeiðum af hafsalti frá Himalaya út í, sé kominn náttúrulegur drykkur sem gagnast vel gegn mígreni og höfuðverk. Fram kemur að í þessari blöndu séu næringarefni eins og magnesíum, sem líkaminn þarfnast, og einnig komi blandan ákveðnu jafnvægi á líkamann.

Sumir hafa kannski ekki trú á þessu en það ætti ekki að saka að prófa, blandan innheldur eingöngu náttúruleg efni svo hún ætti að minnsta kosti ekki að gera hlutina verri.