Fara í efni

HUNANG FYRIR HÚÐINA

Vissulega bragðast hunang vel og það er rosalega gott út í te þegar hálsinn er aumur. En hefurðu velt því fyrir þér hvað hungang getur gert fyrir húðina? Hvort sem það er hárið eða húðin sem hefur verið til vandræða, þá gæti hunang verið svarið fyrir þig.
Hunang fyrir húðina
Hunang fyrir húðina

Vissulega bragðast hunang vel og það er rosalega gott út í te þegar hálsinn er aumur. En hefurðu velt því fyrir þér hvað hungang getur gert fyrir húðina? Hvort sem það er hárið eða húðin sem hefur verið til vandræða, þá gæti hunang verið svarið fyrir þig.

Þetta eru ekki ný sannindi en á dögum forn Egypta baðaði Kleópatra sig í hunangi og mjólk til að fá mýkri og sléttari húð. Anna Englandsdrottning notaði á sínum tíma sértaka blöndu af hunangi og olíum í hárið á sér til að fá gljá og heilbrigðara útlit á það.  Svo er það ekkert leyndarmál að margar af frægustu konum heims nota hunang reglulega í bland við sína hár- og húðumhirðu.

Hvað gerir hunangið svona sérstak?

Fyrir það fyrsta þá er það rakagefandi og það hjálpar húðinni að viðhalda rakanum í lengri tíma. Það er fullt af andoxunarefnum auk þess sem hunang er ríkt af vítamínum, steinefnum og ensímum. En það er ekki allt og sumt. Hunang róar húðina. Þess vegna ættu konur sem berjast við oðnæmisviðbrögð við mörgum snyrtivörum að íhuga snyrtivörur sem innihalda hunang. En gætið þess vel að velja snyrtivörur með náttúrulegu hunangi, ekki því sem hefur verið unnið með viðbættum aukaefnum

Fyrir þær sem vilja gera sínar eigin hunangsblöndur heima, þá er það ekkert mál. Prufaðu eftirfarandi uppskriftir

Hunangsmaski í andlitið:

Blandaðu saman 2. matskeiðum af hunangi og 2. teskeiðum af mjólk. Berðu á andlit og á háls og leyfðu því að vera á í 10 mínútur. Skolaðu af með volgu vatni.

Rakameðferð fyrir líkamann: Frábær fyrir þá sem hafa þurra og viðkvæma húð

Blandaðu saman eina teskeið af hunangi, eina teskeið af matarolíu og 1/4 teskeið af sítrónusafa. Berðu þetta á hendur og fætur, á olnboga og aðra hrjúfa staði á líkamanum. Hreinsaðu af eftir 10 mínútur. Þér mun líða stórkostlega.

Gerðu líka eins og Kleópatra:

Settu 1/4 bolla af hunangi í baðvatnið og leyfðu húð þinni að drekka í sig rakann. Húð þín verður silkimjúk á eftir.

Nú er um að gera að prufa og njóta.

Birt með leyfi frá www.siggalund.is sjá HÉR