Fara í efni

Hrátt spínat og skjaldkirtillinn þinn

Ég bara verð að segja þér nokkuð, Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um spínat en þetta er einmitt ástæða þess að ég fór frá því að vera 80% grænmetisæta þar sem ég borðaði 1/2 kg af spínati á viku (já!) og án nokkurs árangurs í langan tíma þrátt fyrir mikla hreyfingu með þjálfara. …yfir í að hætta að borða hrátt spínat yfir höfuð og velja frekar fæðutegundir sem hæfðu mér!
Hrátt spínat og skjaldkirtillinn þinn

Ég bara verð að segja þér nokkuð,

Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um spínat en þetta er einmitt ástæða þess að ég fór frá því að vera 80% grænmetisæta þar sem ég borðaði 1/2 kg af spínati á viku (já!) og án nokkurs árangurs í langan tíma þrátt fyrir mikla hreyfingu með þjálfara.

…yfir í að hætta að borða hrátt spínat yfir höfuð og velja frekar fæðutegundir sem hæfðu mér!

Þá loksins fór ég að sjá árangur aftur og gat viðhaldið minni æskilegu þyngd.

Svona dæmi er góð ástæða fyrir því að við þurfum að hætta að leyfa fjölmiðlum að hafa svona mikil áhrif á okkur um hvað við eigum að borða og hvað ekki!

Því ef lífið væri svo einfalt værum við þá ekki öll grönn, flott og í formi?

Það sem ég komst að um spínat og hvert heilsa mín var komin er eitthvað sem gjörbreytti ákvörðun minni fyrir líkama minn um neyslu spínats og studdi við mitt eðlilega þyngdartap í stað þess að halda henni í stað.

Spínat, eins hollt og okkur er sagt að það sé, á ekki við fyrir alla.

Spinach on  white

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ég ekki að mæla með því að þú hættir að borða spínat eins og ég þurfti að gera. Þessi skæra og græna fæða er ein hollasta fæða sem völ er á, stútfull af C, E, og K-vítamínum, full af andoxunarefnum og fleiri frábærum eiginleikum sem styðja við heilsu þína. En þrátt fyrir alla þessa kosti að þá þurfa konur samt að vera á varðbergi.

Ástæðan er sú að konur eru viðkvæmari fyrir hægari og vanvirkari starfsemi skjaldkirtils.

Skjaldkirtillinn framleiðir hormón sem stýrir þörf líkamans á orku, sérstaklega notkun líkamsfitu.

Og þetta kæri lesandi er akkúrat það sem kom fyrir mig! Með of miklu spínati í mataræði mínu og of lítið af dýraafurðum kom í ljós að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.

Þetta gerði það að verkum að ég var þrjá mánuði í mjög góðri hreyfingu en sá engan árangur og eitthvað sem ég þurfti að skoða betur!! 

Málið er að…

Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati sem kallast Goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu.

Og hvað er þá joð..

Joð er snefilefni sem finnst í mjólkurafurðum, kjöti, fiski, flestum ávöxtum og grænmeti (þó getur magnið verið mismunandi eftir ástandi jarðvegs á vaxtaskeiði grænmetisins). Joð er einnig viðbætt í matarsalt sem veldur því að joðskortur er sjaldgæfur hjá þróuðum þjóðum. Skjaldkirtillinn þinn geymir hæfilegt magn af joði til framleiðslu skjaldkirtilshormóns.

Sannleikurinn um joð…

Þegar þú færð ekki nóg joð í mataræðinu þá getur líkaminn þinn ekki framleitt nóg af skjaldkirtils hormónum, sem eykur líkur á sjúkdómi sem kallast vanvirkur skjaldkirtill. Vanvirkur skjaldkirtill getur einnig haft fleiri vandamál í för með sér fyrir utan skort á joði. Án nægilegra skjaldkirtilshormóna, getur þú þyngst; orðið viðkvæm fyrir kulda; orðið veik og þreytt; upplifað meltingartruflanir; fengið viðkvæmt hár, neglur og föla húð.

Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð.

Það er þó ólíklega að starfsemi skjaldkirtilsins skaðist með því að neyta spínats í hófi nema þú sért með skjaldkirtils vandamál fyrir.

Hvernig kom ég mér frá lötum skjaldkirtli…skjald

Það er margir þættir sem áttu hlutverk í því að ég náði jafnvægi á skjaldkirtlinum en það er algjörlega hægt með réttu mataræði og lífstílsatriðum. Snertum aðeins á mataræðinu sem ég sinnti. Ég byrjaði á að taka út hrátt spínat í mataræðinu ásamt öðru hráu grænmeti sem hefur sýnt ýta undir latan skjaldkirtil, m.a hrátt grænkál og spergilkál.  Athugið að með því að elda þetta grænmeti var það í lagi en ekki í hráu formi.

Síðan bætti ég við inntöku Joðs daglega. Það næsta sem ég gerði var að taka matarhreinsun með minni 5 daga matarhreinsun þar sem ég bætti við mataræði sem studdi við lata virkni skjaldkirtils og passaði uppá að hlutfall dýraafurða og næringu yfir daginn væri í jafnvægi hjá mér.

Ég hreinsaði með mat í stað safa þar sem svelti líkamans getur ýtt undir latan skjaldkirtil og hefur því þveröfug áhrif á þyngdartap og orkuna sem við viljum.

Skjaldkirtillinn þinn stýrir þyngdartapi og ef hann er latur getur brennsla orðið hægari og ef hann er ofvirkur er brennsla almennt hraðari.

Margar konur farið í gegnum matarhreinsunina og náð þyngdartapi og orku upp á meðan aðrar  upplifðu mikla orku en þyngdartap var hægar að koma.

Við erum öll ólík og þurfum að muna að heilsa skjaldkirtils getur tekið stund að koma til betri vegar en við ættum hins vegar ekki að sitja og gera ekki neitt til að styðja við hann. Allra frekar að gera allt sem er í okkar valdi, í samráði við lækna, við að ná upp jafnvægi.

Ég veit að matarhreinsunin var mitt fyrsta skref að jafnvægi og getur hún verið þitt líka! 

Ef þú vilt kynna þér meira um hana geturðu farið hér og sótt 1 dags matseðill ásamt kennslusímtali um matarhreinsun!

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi