Fara í efni

Morgunmatur fyrir útileguna

Morgunmatur fyrir útileguna

Morgunverður er ein af uppáhalds máltíðum mínum og reyni ég alltaf að gefa mér góðan tíma til að borða gott á morgnanna.

Þegar kemur að ferðalalögum eða útilegu finnst mér nauðsynlegt að hafa eitthvað sem er bragðgott og fljótlegt því oft er minni tími og færri valkostir í boði.

Nú hafa svona pælingar verið mér ofarlega í huga þar sem ég er haldin af stað í reisu til Evrópu og Asíu! Það gerir ferðalagið (og allt annað)

Það er svo miklu skemmtilegra að vera vel nærður og er undirbúningur því algjört lykilatriði.

Í síðustu viku deildi ég með þér snarli og millimáli fyrir sumarið og í dag deili ég með þér hollum morgunverð sem er tilvalinn í útileguna, fyrir bæði flug og hótelgistingar.

Hollir morgunverðir til að grípa með í Nettó

Þegar þú tekur hollan morgunverð er sniðugt að hafa hringlótt BPA laust plastbox eða glerkrukkur. Það má einnig ferðast  með morgunblöndunar hér neðar í litlum plastpokum og reyna að finna kaffibolla úr plasti eða glerílát þegar komið er á áfangastað.
 

Morgunverður tilvalinn fyrir útilegu

DSC_2825

Kínóagrautur

Það má nota forsoðið kínóa og borða kalt eða hita örlítið upp með prímus eða heitu vatni. Yfir það má strá hnetublöndu, rúsínum, banana eða bláberjum. Það má nota hafra í staðinn en kínóa er ótrúlega bragðgott og sérstaklega próteinríkt. Yfir má setja möndlu- eða hnetumjólkina.  Ég setti saman í graut með kakó, banana og jarðarberjum!

Músli og möndlumjólk

Múslíblöndur og möndlumjólk er auðvelt að kaupa og taka með í ferðalagið. Ef þú vilt útbúa þína eigin múslíblöndu er ég með nokkrar í Lifðu til fulls bókinni t.d mínútu múslí og gráfíkju-og kínóa múslí. Hér má sjá myndskeið með nokkrar tegundir af möndlu- og hnetumjólk sem eru án sykurs. 

 

Kókosjógúrt

Ef þú ert með kælitösku getur þú gert heimagerð jógúrt eða chia grauta tilbúna og haft meðferðis þér í ferðalagið. Ég geri þetta oft og tek þá helst kókosjógúrtið með jarðaberjum og banana hér.

DSC_2869

Hafra- eða bókhveitigrautur

Vinkona mín er sniðug og gerir stóran skammt af morgungraut og ferðast með. Hún blandar þá bókhveiti eða höfrum, hörfræjum og chia saman í skál og fær sér af þessu á hverjum morgni. Þetta er sniðugt í stærra íláti ef þú hefur aðgengi að kæli. Einnig má hafa þetta meðferðis í plastpoka og blanda við vatni þegar á áfangastað er komið.

Morgunverðir fyrir flug og hótel

Chiagrautur í ferðalagið

Ég tek alltaf með mér chia, hamp og kakónibbur í poka eða BPA laust tupperware box ef ég ferðast á hótel eða fer í morgunflug. Það þarf þá einfaldlega að viðbæta köldu vatni og hrista. Svo má bæta útí ferskum bláberjum, sneiddum banana (notið það sem þið hafið til að skera, ég hef notað plast skeið frá hótelherbergi til að sneiða). Það sem mér þykir þægilegt við chiagrautin er að það má allltaf sleppa því að borða þetta ef bjóðast hollir kostir á áfangastaðnum og grauturinn er ávallt kaldur.

Chia fræ eru einnig sérstaklega trefjarík sem bætir meltinguna. Alltaf gott í ferðalagið.

Þennan graut tek ég alltaf með mér þegar ég ferðast erlendis því hann er svo ótrúlega einfaldur. Ég set öll innihaldsefni í BPA-laust plastbox með góðu loki, fer í gegnum öryggishliðið á vellinum og bæti þá saman við vatni og hristi. 10 mínútum síðar - voila, chia ofurgrautur er klár.

Ef ég er á hóteli útbý ég grautinn kvöldið áður og geymi í kæli. Að morgni bæti ég útá hann bláberjum og/eða bananasneiðum. Þetta borðum við hjónin með bestu lyst og fyllumst orku til hádegis.

DSC_2838

Ofurfæðis-ferðafélaginn

3 msk chiafræ

2 msk hempfræ

1 msk kakónibbur

1 bolli vatn

Setjið innihaldsefnin í skál eða krukku og hrærið með skeið. Látið standa í 10 mínútur, hrærið af og til eða látið liggja í bleyti yfir nótt. Setjið bananasneiðar og ber út á og njótið

Morgunverður að þínum hætti:

Blandið eftirfarandi í plastpoka eða krukku og grípið með:

Grunnur (veljið 1-2): Forsoðið kínóa, hafrar, bókhveiti eða bókhveitiflögur, kínóaflögur, múslí

Viðbót: Hnetur, fræ, hamp fræ, chia, kakónibbur, kanil, kókosmjöl/flögur

Eitthvað sætt: Rúsínur, þurrkaðir ávextir, sykurlaus sulta, kakó, banani, fersk bláber, hnetusmjör, epli

Blandið ykkar grunn, viðbót og einhverju sætu í plastpoka eða krukku. Þegar þið hafið náð á áfangastað má bæta við köldu eða volgu vatni og njóta!! namm

Ég vona að þessar tillögur komi sér vel í sumar!

Ef þér líkaði greinin deildu endilega á Facebook til vina.

Heilsa og hamingja,
jmsignature

P.S. Þú getur fylgst með mér í sumar á meðan ég ferðast um Evrópu og Asíu á InstagramFacebook eða Snapchat: lifdutilfulls