Fara í efni

5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri

Hefur þú velt fyrir þér hvort þú ættir að hætta í hvíta sykrinum? Við settum upp skemmtilega mynd í tilefni að “sykurlaus í 14 daga” áskorun til að hjálpa þér að svara þeirri spurningu og sýna þér á 5 sekúndum hvort þú þurfir að sleppa sykri. Þegar við tölum um að sleppa sykri erum við raunverulega að tala um að sleppa frúktósa að mestu. Frúktósi hefur verið tengdur við ýmis neikvæð einkenni Þar með talið mörg áþreifanleg einkenni sem sjá má hér að neðan: 5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri
5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri

Hefur þú velt fyrir þér hvort þú ættir að hætta í hvíta sykrinum?

Við settum upp skemmtilega mynd í tilefni að “sykurlaus í 14 daga” áskorun til að hjálpa þér að svara þeirri spurningu og sýna þér á 5 sekúndum hvort þú þurfir að sleppa sykri.

Þegar við tölum um að sleppa sykri erum við raunverulega að tala um að sleppa frúktósa að mestu. Frúktósi hefur verið tengdur við ýmis neikvæð einkenni

Þar með talið mörg áþreifanleg einkenni sem sjá má hér að neðan:

5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri

5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri (2)

Ef þú hefur fundið nokkur (eða mörg) einkenni hér að ofan eiga við þig, gæti það að sleppa sykri verið rétta skrefið í átt að betri heilsu og líðan. Ef þú heldur að sykurleysið verði erfitt eða leiðigjarn hefur þú greinilega ekki prófað okkar ókeypis sykurlaus í 14 daga áskorun sem hefst bráðum. Við sendum þér vikulegan innkaupalista, 1 nýja uppskrift fyrir hvern dag vikunnar og hollráð, þannig skráðu þig hér til leiks.

1. Sykur er hreinsaður út úr kerfinu

Sykur virkar líkt og fíkn í líkamanum og ef sykur er ennþá í kerfinu kallar hann eftir ennþá meiri sykurs. Með því að sleppa sykri í heila 14 daga (sá tími sem það tekur sykur að fara fyllilega úr líkamanum) getur þú upplifað að sykurlöngun hverfi og létt á þeim einkennum sem fylgja sykurneyslu. Þó er mælt með að allir taki sykurleysið á sínum hraða og liggur ákvörðunin hjá þér hvort þú viljir taka hann alveg út eða að hluta.

2.  Næringarefni bætt við sem orsaka sykurlöngun

Skortur á ákveðnum vítamínum og steinefnum eins og magnesíum og zink geta orsakað löngun í sykur. Í sykurlausri áskorun er lögð áhersla á að bæta við fæðu sem er rík af þessum nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og þannig slá náttúrulega á sykurlöngun.

3. Gómsætt og gott

Eitt af mikilvægu hlutunum sem þarf að hafa í huga þegar á að sleppa sykri er að hvað kemur í staðinn og bragðist vel. Því engin okkar heldur út leiðingjarnt mataræði. Leggjum við uppá gómsætar uppskriftir sem hæfa byrjendum jafnt sem lengra komnum.

,,Mér líður rosalega vel og finnst maturinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.” - Lovísa Vattnes

,,Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur, Og ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

Komum þér af stað í nýja árið, sykurlaus og sáttari, skráðu þig til leiks hér ókeypis!

Hvaða einkenni hér að ofan tengir þú við? Heldur þú að það sé komin tími að sleppa sykri?

Líkaðu svo við og deildu með á facebook sérstaklega ef þú átt vin/vinkonu sem er að berjast gegn sykurpúkanum.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi