Döđluterta međ bananarjóma og saltkaramellukremi frá Heilsumömmunni

Ţessi kaka er dásamlega einföld. Hún er fljótleg og brjálćđislega góđ.  

Ekki skemmir fyrir ađ hún skuli vera glúteinlaus og einnig má alveg sleppa karamellubráđinni og ţá er mjög lítill sykur í kökunni og trúiđi mér hún er mjög góđ ţannig líka.

Saltkaramellan var sett á í páskafríinu til ađ búa til „bombu“ og ţađ tókst heldur betur.

 

Hráefni:

 • 3 egg
 • 1 dl kókospálmasykur
 • 2 dl möndlumjöl
 • 2 tsk lyftiduft
 • 50 g 70 % súkkulađi
 • 1,5 dl döđlur, smátt brytjađar
 • örlítiđ salt

Ađferđ:

 1. Ţeytiđ egg og sykur ţangađ til ţađ verđur létt og ljóst
 2. Bćtiđ möndlumjöli, lyftidufti og salti varlega saman viđ.
 3. Bćtiđ súkkulađinu og döđlunum saman viđ.
 4. Bakiđ í 24 cm lausbotna móti í 15 mín viđ 180°C

 

Ofan á kökuna:  

Ţeytiđ 2 dl rjóma og blandiđ saman viđ stöppuđum banana, ţeir sem fíla ekki bananarjóma sleppa auđvitađ bara banananum og hafa hreinan rjóma.

Karamellusósan ofan á er sú sama og viđ höfum gert á námskeiđunum (en hér ţarf hún ekki ađ malla eins lengi og viđ höfum látiđ hana gera til ađ búa til stökkt karamellunammi, hér er í lagi ađ hafa  hana mjúka.)

Karamellan:

 • 1 dl kókosolía eđa smjör
 • 1 dl kókosmjólk eđa rjómi
 • 0,5 dl hlynsýróp
 • 0,5 dl kókospálmasykur
 • örlítiđ vanilluduft
 • Saltiđ frjálslega til ađ fá saltkaramellubragđiđ en einnig er geggjađ ađ nota lakkríssalt ef ţiđ eigiđ ţađ til. 

Setjiđ allt karamellu hráefniđ í pott og komiđ upp suđu.  Leyfiđ karamellunni ađ malla hressilega en passiđ ađ hún brenni ekki viđ.  Bragđbćtiđ međ salti og vanilludufti.

 

Ađ lokum: 

Ţegar botninn hefur kólnađ er rjóminn settur yfir, karamellunni hellt yfir rjómann og hér má skreyta međ smá niđurskornu súkkulađi ef ţiđ viljiđ.

Verđi ykkur ađ góđu.

Heilsumamman.

 

 


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré