Fara í efni

Vandamálið er gosdrykkir - ekki hitaeiningar

Nýjasta tölublað vísindatímaritsins “Diabetes Care” birtir tvær greinar um sykur. Gosneysla í Bandaríkjunum hefur fimmfaldast á síðustu 50 árum, í 200 lítra á mann á ári.
Vandamálið er gosdrykkir - ekki hitaeiningar

Í einu af tölublaði vísindatímaritsins “Diabetes Care” birtast tvær greinar um sykur.

Gosneysla í Bandaríkjunum hefur fimmfaldast á síðustu 50 árum, í 200 lítra á mann á ári.

Í fyrstu greininni, er gríðarlegu magni sykurs kennt um stóran hluta offitu og sjúkdómafaraldursins nútímans.

Í seinni greininni er gos sagt vera tómar kaloríur, án annarra skaðlegra áhrifa.

Hver er munurinn á greinunum?

Einn munurinn er sá að önnur greinin er skrifuð af manni sem er kostaður af Coca Cola. Höfundurinn John L. Sievenpiper …

… hefur fengið nokkra ferðastyrki til að kynna rannsóknir Coca Cola fyrirtækisins á fundum og er með-rannsakandi á ótakmarköðum rannsóknarstyrk frá Coca – Cola fyrirtækinu.

Áherslan á kaloríur er uppáhalds röksemd ruslfæðis iðnaðarins. Í örvæntingu sinni vilja þeir telja þér trú um að offita stafi af lélegum karakter, ekki lélegum mat.

Með þessari skýringu, eru þeir sem selja (ávanabindandi) sykurdrykki sjálfkrafa saklausir.

Coca Cola og önnur fyrirtæki borga milljarða fyrir auglýsingar sem eiga að telja þér trú um að kaloríu skýringin sé rétt. Og þeir eru fúsir til að borga vísindamönnum sem geta dreift sömu hugmynd í vísinda umhverfinu, til að gera auglýsing þeirra trúverðugri.

Upphaflega greinin: “The Problem is the Soda. Not the Calories.

Grein af betrinaering.is