Fara í efni

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bólgur og bjúgur á fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan fyrir bjúgnum getur verið af ýmsum toga en ef ástandið er viðvarandi ætti alls ekki að láta það ómeðhöndlað.

Hjartað eða nýrun

Bólgnir fætur geta t.d. verið merki um hjarta- og nýrnavandamál – og því ætti ætíð að leita læknis ef bólgan er viðvarandi. En bjúgur getur líka stafað af ýmsu öðru eins og t.d. fæðu, lyfjum, miklum ferðalögum og fleira.

Hér er nokkur góð ráð til að eiga við  þetta vandamál

Æfingar

Sund er fullkomin æfing fyrir þig ef þú átt við þetta vandamál að stríða. En hreyfing og líkamsrækt er mikilvæg til að hjálpa blóðstreyminu og til að koma í veg fyrir að blóð safnist saman í neðri hluta líkamans.

Stundaðu jóga, farðu út að hlaupa eða hvaðeina sem krefst þess að hreyfir fæturna.

Lyftu fótunum upp

Með því að setja fæturna upp í loft og/eða hafa þær í hærri stöðu en restin af líkamanum í um 30 mínútur á dag hjálpar líkamanum að losa sig við auka vökva sem safnast upp.

Stattu upp og labbaðu

Ef þú vinnur þar sem þú þarft að sitja mikið þá er afar mikilvægt að standa upp reglulega og hreyfa sig. Það þarf ekki mikið meira en að standa upp í nokkrar mínútur og ganga aðeins um – en þetta þarf að gera oft að deginum.

Teygjusokkar

Slíkir sokkar geta hjálpað mikið. Þótt það geti verið erfitt að fara í þá þá er það þess virði. Sokkarnir hjálpa æðunum og geta komið í veg fyrir bjúg. Þá geta þeir einnig komið í veg fyrir æðahnúta. Þannig að þótt teygjusokkarnir séu kannski ekki smart eða þægilegir þá gera þeir bara góða hluti fyrir þig.

Borðaðu hollt

Gættu að saltneyslu þinni en of mikið salt veldur því að líkaminn safnar vökva – og það viltu ekki. Borðaðu ávexti, grænmeti og magurt prótein (kjúkling, fitulausar mjólkurvörur, baunir, hnetur).

Ekki reykja

Ef þú reykir þá væri auðvitað best fyrir þig að hætta því en reykingar eru ein helsta ástæða þess að fætur og leggir bólgna. Vissulega getur verið erfitt að hætta en það er algjörlega þess virði heilsunnar vegna.

Drekktu vatn

Það er mikilvægt fyrir þig að drekka nóg af vatni. En vatnsneysla skiptir miklu máli varðandi bólgur og bjúg í fótum. Leitastu við að drekka tíu glös af vatni á dag.

Nudd

Að nudda bólgna og auma staði á fótunum eykur blóðflæðið og getur minnkað bólgurnar. Best er auðvitað að fara í nudd en þú getur líka reynt að nudda fæturna sjálf/ur – það alla vega hjálpar.

Epsom salt

Farðu í fótabað með Epsom salti. Það dregur úr vanlíðan í fótunum og róar þá.

Magnesíum

Marga líkamlega kvilla má rekja til skorts . . . LESA MEIRA