Fara í efni

Því ekki að fá próteinið úr mat en ekki bauk?

Allt þetta hérna fyrir neðan er afbragðsgott og ríkt í próteini. Ekkert kjöt er í þessari upptalningu. Hún hentar þess vegna grænmetisætum afar vel og þeim sem vilja borða hollustu og vilja ná sem mestum næringarefnum úr því sem þeir láta ofaní sig.
próteinrík matvara
próteinrík matvara

Allt þetta hérna fyrir neðan er afbragðsgott og ríkt í próteini. Ekkert kjöt er í þessari upptalningu. Hún hentar þess vegna grænmetisætum afar vel og þeim sem vilja borða hollustu og vilja ná sem mestum næringarefnum úr því sem þeir láta ofaní sig.

Það er miðað við að konur þurfi 46g af próteini á dag en karlmenn um 56g á dag.

Egg og aftur egg

Prótein: 6g per egg

Byrjaðu daginn rétt með eggjum. Þau eru pökkuð af próteini. Þetta gefur þér boost og mun halda þér saddri fram að hádegi. Búðu til ommilettu eða hræðu egg á pönnu. Allt eftir smekk hvers og eins.

Kotasæla

Prótein: 13g per ½ bolla

Kotasæla er frábær í alla staði. Þú getur notað hana út á salöt og saman við súpur. Hún inniheldur líka kalk. Prufaðu ferskt grænmeti með kotasælu út á.

Quinoa

Prótein: 8gr per 1 bolla

Þetta undursamlega korn er ekki bara hátt í próteini heldur er það einnig lágt í kólestroli en hátt í járni og trefjum. Það tekur bara 20 mínútur að elda Quinoa. Notaðu það saman við salatið þitt sem dæmi.

Graskersfræ

Prótein: 7g per 1 oz

Þetta fræ er afar gott að hafa með sér í poka í töskunni. Hollt og gott að narta í á milli mála. Einnig er gott að setja graskersfræ í salöt.

Soja mjólk

Prótein: 8g per 1 bolla

Allt sem gert er úr soja og líka tofu og sojabaunir eru frábær kostur til að fá prótein í matinn.

Grískt jógúrt

Prótein: 15g per 6oz ílát

Grískt jógúrt inniheldur tvöfalt meira prótein en venjulegt jógurt gerir. Jógúrtinn er góður einn og sér en auðvitað má bæta saman við hann ávöxtum og fleiru.

Hnetusmjör

Prótein: 8g per 2 msk

Notaðu hnetusmjör á brauðið í staðinn fyrir smjör. Þannig færðu góðan skammt af próteini. Einnig er gott að nota hnetusmjör í smoothies og ef þú ert að baka, nota þá hnetusmjör í staðinn fyrir smjör.

Möndlur

Prótein: 6g per 1 oz

Það er alveg hægt að raða í sig möndlum. Skammtastærðir eru um handfylli. Prufaðu að saxa niður möndlur og setja ofan á salatið þitt já eða saman við hafragrautinn.

Heimildir: cooklight.com