Nýtt og létt ár - Hér er hugmynd ađ tveggja daga léttum matseđli frá Sollu á Gló

Grćnn og gómsćtur
Grćnn og gómsćtur

Í janúar langar marga ađ leggja áherslu á léttara fćđi eftir allar krćsingarnar yfir hátíđarnar, en ţađ getur veriđ erfitt ađ skipta um gír og kveđja löngun í sćtindi og sukk. Ţá virkar oft vel ađ taka fyrstu dagana međ trukki. 

Mér finnst gott ađ taka tvo daga á léttu matarćđi ţar sem ég fć mér grćnmetisdjúsa, sjeika, salöt og súpur. Ţá ná bragđlaukarnir yfirleitt ađ núllstilla sig og eru tilbúnir í hollu hversdagsrútínuna aftur.

Hér er hugmynd ađ tveggja daga léttum matseđli.

 

 

Dagur 1
Muna ađ drekka nóg af vatni og góđu jurtatei yfir daginn.

Grćnn djús
2 sellerístilkar
1/2 agúrka
1/2 límóna, afhýdd
2-3 cm. biti ferskt engifer
1-2 dl. vatn

Allt skoriđ í bita og sett í blandara. Hellt í gegnum síupoka (fćst í Ljósinu, Langholtsvegi 43) eđa nćlonsokk.  

Morgunsjeik
2 dl. möndlumjólk (1/2 dl. möndlur + 2 dl. vatn blandađ saman og sigtađ)
1 banani
2 dl. frosin bláber
1 msk. grćnt duft (t.d. ţurrkađ hveitigras, chlorella eđa hampprótein) 

Allt sett í blandara og blandađ saman.

Hádegissalat
100 gr. blandađ kál
10 kirsuberjatómatar
1-2 vorlaukar eđa smá graslaukur
1/2 avókadó, skoriđ í litla bita
50 gr. spergilkál
1-2 gulrćtur, skornar í bita
25 gr. valhnetur, ţurrristađar

Marinering
Blandiđ saman:
1/2 dl. jómfrúarólífuolía
2-3 msk. sítrónusafi
1 msk. sinnep
1 msk. tamari-sósa

Skoliđ og rífiđ/skeriđ káliđ og setjiđ í skál, skeriđ kirsuberjatómatana í tvennt og setjiđ út í, sneiđiđ vorlaukinn í ţunna skástrimla og bćtiđ út í, skeriđ avókadó í bita og setjiđ saman viđ. 
Skeriđ spergilkál og gulrćtur í passlega stóra bita og setjiđ í sér skál. Blandiđ maríneringuna og helliđ yfir spergilkál og gulrćtur og látiđ standa í 10-15 mínútur. Helliđ spergilkálsblöndunni út í salatskálina og blandiđ öllu saman.

Millimálasnakk
Veldu eitt af eftirtöldu:
Epli
Agúrkubitar
Gulrćtur
Mandarínur

Kvöldverđur
Grćnmetissúpa              
250 gr. rauđar linsubaunir
1.2L vatn
1 rauđlaukur, smátt saxađur
1 msk. kókosolía eđa önnur olía
100 gr. hvítkál
25 gr. ferskur kóríander, smátt saxađur
1 tsk. cumin duft
1/2 tsk. kanill

Ofan á:
3 msk. ólífuolía eđa kaldpressuđ kókosolía
1 1/2 tsk. kóríanderfrć
2 hvítlauksrif

Skoliđ linsubaunirnar, setjiđ ţćr í pott međ vatni og látiđ sjóđa í um 25-35 mínútur. Mýkiđ laukinn á pönnu í olíunni í 3-4 mínútur, skeriđ hvítkáliđ í ţunna strimla og setjiđ út á pönnuna međ lauknum og látiđ mýkjast í 1-2 mínútur. Setjiđ hann síđan út í pottinn ásamt ferskum kóríander, cumin og kanil og látiđ malla í 5 mínútur. 
Hitiđ 3 msk. olíu á pönnu, merjiđ saman kóríanderfrć og hvítlauk (t.d. í mortéli eđa í hvítlaukspressu) og steikiđ í 1-2 mínútur í olíunni og helliđ út á súpuna, hrćriđ í og beriđ fram.

Dagur 2
Muna ađ drekka nóg af vatni og góđu jurtatei yfir daginn

Grćnn djús
2 sellerístilkar
1/2 agúrka
1/2 límóna, afhýdd
2-3 cm. biti ferskt engifer
1-2 dl. vatn 

Allt skoriđ í bita og sett í blandara. Hellt í gegnum síupoka (fćst í Ljósinu, Langholtsvegi 43) eđa nćlonsokk.

Morgunsjeik
2 dl. kókosvatn
1 hnefi spínat
2 msk. goji-ber
1 msk. grćnt duft (t.d. ţurrkađ hveitigras, chlorella eđa hampprótein)
1/2 avókadó, skoriđ í bita

Allt sett í blandara og blandađ saman. 

Hádegissalat
2 dl. sođnar kjúklingabaunir (má nota spírur í stađinn)
Örlítiđ af tamari-sósu
1/2 brokkólíhöfuđ, skoriđ í lítil blóm
50 gr. ferskt spínat eđa stór hnefi grćnt salat
1/2 agúrka, skorin í bita
50 gr. möndlur eđa heslihnetur
1 vorlaukur
Nokkrir sólţurrkađir tómatar
10 grćnar ólífur
Nokkur kapersber, ef vill
2 msk. góđ kaldpressuđ olía
2 msk. ferskur sítrónusafi
2 msk. ferskur appelsínusafi
Hnefi af fersku kryddi, t.d. sítrónumelissu
Örlítiđ sjávarsalt og nýmalađur svartur pipar
Tamari-sósa
Timían

Ef ţiđ notiđ ţurrkađar baunir ţá leggiđ ţiđ ţćr í bleyti yfir nótt, skiptiđ síđan um vatn og sjóđiđ ţćr gjarnan međ smá stórţarastrimli (kombu) í um 1 klukkustund eđa ţar til hćgt er ađ kremja ţćr milli fingra sér. 
Setjiđ brokkólíiđ út í sjóđandi vatn í um 1 mínútu eđa hendiđ ţví ađeins a wokpönnu međ smávegis af tamari-sósu. Setjiđ spínat og klettasalat í skál og skeriđ agúrkuna í tvennt, skafiđ kjarnann innan úr henni međ teskeiđ, skeriđ hana aftur í tvennt eftir endilöngu og síđan í um 5 cm langa bita og setjiđ út í salatskálina. Skeriđ vorlaukinn í ţunnar sneiđar og setjiđ saman viđ salatiđ, ásamt hnetum, sólţurrkuđum tómötum, ólífum og kapersberjum. Hrćriđ saman sítrónusafa, appelsínusafa, sítrónumelissu, timíani og örlitlu salti og pipar og helliđ yfir salatiđ. Tilbúiđ! 

Millimálasnakk
Veldu eitt af eftirtöldu:
Epli
Agúrkubitar
Gulrćtur
Mandarínur

Kvöldverđur
Grćnmetissúpa
1 rauđ paprika, skorin í tvennt, steinhreinsuđ og skorin í litla bita
1/2 agúrka, skorin í litla bita
1/2 kúrbítur, skorinn í litla bita
2 vorlaukar
2 msk. steinselja
2 msk. ferskur kóríander
1 hvítlauksrif
2 cm. bútur engiferrót
Safi úr 1/2 límónu
1-2 dl. vatn (eftir ţví hvađ ţiđ viljiđ hafa súpuna ţykka)
2 msk. kaldpressuđ ólífuolía
1 tsk. ljóst miso eđa currypaste
Smá salt eđa tamari-sósa

Byrjiđ á ađ setja papriku og agúrku og smá vatn í blandara, bćtiđ síđan einni og einni tegund af hráefnislistanum í einu út í svo ađ auđvelt sé fyrir blandarann ađ mauka grćnmetiđ. Blandiđ ţar til allt er orđiđ silkimjúkt.

Heimild: nlfi.is


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré