Matur Ţeirra minnstu

Ráđleggingum um matarćđi ungbarna var breytt áriđ 2003. Járnbćtt stođmjólk var ţá ráđlögđ í stađ venjulegrar kúamjólkur frá sex mánađa til tveggja ára aldurs.

Einnig var lögđ meiri áhersla á brjóstagjöf en áđur.

Ţessar breytingar voru gerđar af Miđstöđ heilsuverndar barna og Manneldisráđi og gefnar út í frćđslubćklingi.

Áđur en frćđslubćklingurinn kom út höfđu allmargir veitt ţví eftirtekt ađ breytinga var ţörf og ungbarnavernd heilsugćslunnar var auđvitađ byrjuđ ađ ráđleggja í samrćmi viđ ţađ. Niđurstöđur rannsóknar á matarćđi ungbarna, sem gerđ var af rannsóknarstofu í nćringarfrćđi fyrir um tíu árum, sýndu ađ járnbúskapur íslenskra ungbarna var lélegri en í mörgum nágrannalöndum okkar. Sterkustu tengsl viđ lélegan járnbúskap hafđi neysla á venjulegri kúamjólk um og yfir hálfum lítra á dag. Stođmjólkin er unnin úr íslenskri kúamjólk. Ţađ hefur ţá kosti ađ breyting er minni á matarćđi barnanna en veriđ hefđi ef blanda úr erlendri kúamjólk hefđi veriđ notuđ.

En breytingar á ráđleggingum um matarćđi eiga ekki ađ fela í sér óţarfa breytingar eđa ađra ţćtti sem gćtu veriđ skađlegir.

Rannsóknir hafa međal annars sýnt ađ íslenska mjólkin hefur ađra samsetningu próteina en erlend mjólk og í stođmjólk eru notuđ ţau gćđi sem íslenska mjólkin hefur umfram ţá erlendu. Próteinmagn stođmjólkur er einnig minna en í venjulegri kúamjólk sem er í samrćmi viđ alţjóđlegar og hérlendar ráđleggingar um samsetningu á stođblöndu fyrir ungbörn.

Bćttur járnhagur

Mikilvćgt var ađ kanna hvort nýjar ráđleggingar höfđu skilađ tilsettum árangri. Ţví var gerđ ný rannsókn á matarćđi íslenskra ungbarna í ţeim tilgangi ađ kanna međal annars áhrif nýrra ráđlegginga á járnbúskap barnanna en gagnasöfnun fór fram frá júní 2005 til janúar 2007.

Helstu niđurstöđur rannsóknarinnar voru ţćr ađ neysla á venjulegri kúamjólk hefur dregist verulega saman og hefur stođmjólkin komiđ ađ miklum hluta í stađinn. Járnbúskapur barnanna hefur batnađ mikiđ ţar sem tilfellum barna međ litlar járnbirgđir í líkamanum hefur fćkkađ um meira en ţrjá fjórđu hluta. Auk ţess hefur járnskortur og járnskortsblóđleysi nánast horfiđ en áđur hafđi fimmtungur barnanna járnskort og 3% járnskortsblóđleysi. Ađrar breytingar sem orđiđ hafa á matarćđi barnanna eru aukin brjóstagjöf út allt fyrsta áriđ sem og aukin neysla á ungbarnagraut, ávöxtum og grćnmeti sem gćtu ásamt stođmjólkinni hafa stuđlađ ađ bćttum járnhag barnanna okkar.

Bćttur járnhagur skiptir miklu máli fyrir ung börn ţar sem hann getur međal annars haft áhrif á ţroska barnanna og getur einnig minnkađ líkur á ýmsum sýkingum.

Próteinvandinn

Allt annar en ţó tengdur vandi, sem sást í fyrri rannsókninni á matarćđi íslenskra ungbarna fyrir um 10 árum, var of mikil próteinneysla međal of margra barna. Ţetta gat ađ hluta til skrifast á neyslu á venjulegri kúamjólk enda próteinmagniđ lćkkađ í stođmjólkinni. Of mikil próteinneysla hjá ungum börnum getur aukiđ líkur á ofţyngd síđar á ćvinni. Auk breytinga á stođmjólkinni getur veriđ ađ áhersla á ađ forđast próteinríkar mjólkurvörur í ráđleggingum hafi haft áhrif ţó ađ minnka megi próteininntöku enn frekar. Fćrri börn neyta nú of mikils próteins en í fyrri ungbarnarannsókninni.

Helmingi fćrri börn fá of mikiđ prótein viđ 9 mánađa aldur og ţriđjungi fćrri viđ 12 mánađa aldur en í fyrri ungbarnarannsókninni. Ţađ má ţví segja ađ nýjar ráđleggingar hafi skilađ góđum árangri hvađ varđar járnbúskap. Sömuleiđis má ćtla ađ til lengri tíma litiđ sé minni próteinneysla af hinu góđa, en međal ákveđins hluta barna er hún enn of há og mćtti minnka enn frekar. Ţegar hafa komiđ út fjórar meistaraprófsritgerđir uppúr ţessum gögnum, sem og skýrsla ţar sem niđurstöđur rannsóknarinnar eru teknar saman. Skýrsluna sem er eftir greinarhöfund, Ingu Ţórsdóttur prófessor sem stýrđi rannsókninni og Gest Pálsson barnalćkni er ađ finna á vef Rannsóknarstofu í nćringarfrćđi www.rin.hi.is.

Höfundur greinar:

Ása Vala Ţórisdóttir, doktorsnemi í nćringarfrćđi

 

 

 

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré