Fara í efni

Læknar kalla þetta móðir allra andoxunarefna – en um hvað er verið að ræða?

Við höfum öll heyrt um andoxunarefni, en hafið þið heryt um móðir allra andoxunarefna?
Læknar kalla þetta móðir allra andoxunarefna – en um hvað er verið að ræða?

Við höfum öll heyrt um andoxunarefni, en hafið þið heryt um móðir allra andoxunarefna?

Þetta efni er leynivopnið til að koma í veg fyrir krabbamein, hjartasjúkdóma, öldrun, taugasjúkdóma og margt fleira.

Þetta eina andoxunarefni hefur verið rannsakað mikið og lengi en flest okkar vita samt ekkert um það og margir læknar vita ekki hvernig er best að vinna það upp í líkamanum.

 

Efnið sem um ræðir heitir Glutathione (borði fram gloota-thigh-own).

Þetta er afar öflugt efni sem hreinsar líkamann og styrkir ónæmiskerfið svo um munar og er afar mikilvægt til að við getum lifað heilbrigðu lífi.

Líkaminn framleiðir lítið magn af Glutathione sjálfur en lélegt mataræði, mengun, stress, sýkingar og geislun í umhverfinu eru að eyða því jafnóðum úr líkamanum.

Hvað er Glutathione?

Glutathione er einföld sameind, framleidd stöðugt á náttúrulegan hátt í líkamanum. Þetta er blanda af þremur efnum sem eru til uppbyggingar á próteini eða amino sýrum – cysteine, glycine og glutamine.

Besti parturinn af glutathione er sá að það inniheldur efni kallað sulfur og þetta tiltekna efni fangar allt það slæma sem líkaminn dregur í sig, má þar nefna t.d eiturefni eins og mercury og þungmálma og skolar sulfur þessu í burtu. Þetta skiptir okkur afar miklu máli í dag því andrúmsloftið okkar er stútfullt af þungmálmum.

Hvernig nærðu í þetta öfluga efni ?

Eins og áður kom fram að þá framleiðir líkaminn þetta efni en ekki í miklu mæli. Allavega ekki næginlega miklu til að það sé okkur til góða eins og heimurinn er í dag.

Hérna eru nokkrar fæðutegundir sem að innihalda þetta magnaða efni:

Brokkólí

Rósakál

Grænkál

Blómkál

Avocado

Ferskjur

Vatnsmelónur

Kanill

Kardimommur

Turmeric

Tómatar

Baunir

Hvítlaukur

Laukur

Rauð paprika

Þú tekur eflaust eftir því að þetta er allt hollustufæði sem við erum oft ekki næginlega dugleg að borða. Og þetta er annað mál varðandi mataræði okkar. Við borðum of mikið af ruslmat, mjólkurvörum og unnum mat. Mat sem sannað hefur verið að er ein helsta orsök hjartasjúkdóma og annarra sjúkdóma en samt erum við að borða þetta og það í miklu mæli.

Lykillinn er að takmarka þetta ruslfæði og borða helling af ferskum mat sem að er fullur af næringarefnum og leggur ekki mikið álag á meltinguna. Sem sagt: BORÐUM HREINT FÆÐI.

Glutathione eykst einnig í líkamanum við æfingar.

Glutathione ver okkur gegn krónískum sjúkdómum.

Það sem gerir glutathione svona mikilvægt og öflugt er að það endurvinnur andoxunarefni. Þegar líkaminn er að eiga við stoðeindir er hann í raun að flytja þær frá einni sameind til annarrar. Þær geta farið frá C-vítamíni til E-vítamíns til lipoic sýru og síðan til glutathione þar sem þær kæla sig niður. Á þessum punkti eru andoxunarefnin endurunnin og líkaminn getur nú framleitt meira af glutathione og byrjað ferlið upp á nýtt.

Glutathione er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, það aðstoðar líkamann við að berjast gegn krónískum sjúkdómum því það flytur eiturefni úr líkamanum. Svipað og flugnagildra þá festast eiturefnin við glutathione og berast þannig niður í þarma og svo út úr líkamanum.

Glutathione er einnig það öflugt að það er notað í meðferð hjá þeim sem eru veikir vegna Almæmis.

Hér eru góð ráð ef þú vilt auka Glutahione magn í líkamanum.
1. Neyttu matar sem er ríkur af sulfur.

Og þar má nefna hvítlauk, lauk, brokkólí, grænkál, kál, blómkál og fleiri.

2. Hreyfing hækkar glutathione í líkamanum.

Hreyfing bætir ónæmiskerfið og hækkar glutathione í líkamanum. Byrjaðu rólega og stefndu að 30 mínútna æfingum á dag. Talað er um gönguferðir, að hlaupa, eða hópíþróttir.

3. Methylation næringarefni.

Eins og B6 og B12, en þessi vítamín skipta afar miklu máli til að líkaminn framleiði glutatione.

4. Selenium

Þetta mikilvæga steinefni aðstoðar líkamann við að endurvinna og framleiða meira glutathione.

5. Fjölskylda andoxunarefna

Við erum að tala um C og E-vítamín, en þau vinna saman að endurvinnslu á glutathione.

Ef þú vilt kynna þér þetta betur þá getur þú gert það HÉR.

Heimild: collective-evolution.com