Heilsufullyršingar –gerum betur!

Fullyršingar geta veriš gagnlegar viš markašssetningu matvęla, bęši fyrir seljendur til aš koma įleišis skilabošum um eiginleika og samsetningu vara og fyrir neytendur viš val į matvęlum. En žar sem žessar upplżsingar eru ekki aš koma frį hlutlausum ašilum er mikilvęgt aš regluverk tryggi aš neytendur séu ekki blekktir. 

Hvaš er fullyršing?

Ķ hugum margra er fullyršing einhver yfirlżsing žar sem fast er į kvešiš um aš tiltekiš efni eša vara hafi įkvešna eiginleika. Ķ skilningi žeirra reglna sem gilda um fullyršingar hér į landi sem og annarsstašar ķ Evrópu er hugtakiš fullyršing žó mun vķšara og nęr bęši yfir beinar fullyršingar og žaš žegar gefiš er ķ skyn eša lįtiš aš žvķ liggja aš matvęli eša innihaldsefni žess hafi tiltekna eiginleika. Fullyršing eins og „efniš X er tališ hafa jįkvęš įhrif į sjón“ eša frįsögn einstaklings um aš hann hafi notaš vöruna X og žaš hafi haft góš įhrif į sjón žurfa žvķ aš lśta sömu reglum og fullyršingin „efniš X hefur jįkvęš įhrif į sjón“ séu žęr notašar viš kynningu į matvęlum.

Sjśkdómsfullyršingar

Fullyršingar og tilvķsanir um aš matvęli eša innihaldsefni žeirra hafi lękningamįtt eša geti fyrirbyggt eša unniš į sjśkdómum manna, s.k. sjśkdómsfullyršingar, eru óleyfilegar. Dęmi um slķkt eru „gegn kvefi“ og „minnkar bólgur og gigtareinkenni“

Heilsufullyršingar

Heilsufullyršingar eru fullyršingar og tilvķsanir sem tengja saman matvęli eša innihaldsefni žeirra og heilsu/heilbrigši. Heilsufullyršingar geta żmist veriš ósértękar fullyršingar um aš vara sé „holl“ eša sértękari fullyršingar sem tengja matvęli viš hlutverk efnis ķ vexti, žroskun og starfsemi lķkamans, sįlręna eša atferlislega starfsemi, megrun og žyngdarstjórnun eša frammistöšu ķ ķžróttum. Vöruheiti geta fališ ķ sér heilsufullyršingu.

Ašeins mį nota heilsufullyršingar séu žęr į lista yfir leyfilegar heilsufullyršingar. Algengast er aš heilsufullyršingar séu leyfšar fyrir tiltekin innihaldsefni, en ekki fyrir vörur. Heilsufullyršingar sem leyfšar eru fyrir įkvešin innihaldsefni mį ekki yfirfęra į vöruna sjįlfa. T.d. er leyfš fullyršing „C-vķtamķn eykur upptöku jįrns“. Žį mį ekki fullyrša um vöru sem inniheldur C-vķtamķn „varan X eykur upptöku jįrns“.

Stašan į markašnum, hverjir bera įbyrgšina?

Regluverk er til stašar sem gildir um fullyršingar ķ allri kynningu matvęla, hvort sem žaš eru upplżsingar į umbśšum, ķ auglżsingum eša annarri kynningu. Įbyrgšin į aš reglunum sér fylgt er alltaf hjį fyrirtękjunum sjįlfum. Ljóst er aš vķša er pottur brotinn hvaš žetta varšar og sjįst fullyršingar sem ekki eru ķ samręmi viš reglur. Allt sķšan ķ desember 2012 hefur veriš ķ gildi listi um heilsufullyršingar sem heimilt er aš nota. Į heimasķšu Matvęlastofnunnar (www.mast.is) er aš finna upplżsingar um reglurnar og leišbeiningar um rétta notkun nęringar og heilsufullyršinga. Fyrirtęki eru hvött til aš kynna sér reglurnar og gera betur ķ aš framfylgja žeim ķ žvķ augnamiši aš koma til skila réttum upplżsingum til neytenda.

Katrķn Gušjónsdóttir er höfundur žessarar greinar og er hśn lķfefnafręšingur og starfar sem sérfręšingur hjį Matvęlastofnun.


Athugasemdir

Svęši

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg į Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile śtgįfa af heilsutorg.com
  • Veftré