Fara í efni

Heilsan að hausti | Heilbrigt mataræði

Hvað er hreint mataræði ?
Heilsan að hausti | Heilbrigt mataræði

Þriðjudaginn 27. september kl. 17:30 mun Sólveig Sigurðardóttir fræða gesti um hreint matarræði og hvernig við berum okkur að við að elda hollan og góðan mat frá grunni.

Sólveig gerði gagngerar breytingar á lífi sínu árið 2012 og má fylgjast með henni og nýjum lífsstíl á Facebooksíðunni Lífstíll Sólveigar, þar sem hún póstar uppskriftum og ýmsum hugleiðingum um mat og annað.

Heilsan verður í fyrirrúmi í Borgarbókasafninu Sólheimum í haust og verður boðið upp á þrjá viðburði undir heitinu „Heilsan að hausti“. Umfjöllunarefnin eru heilbrigt matarræði, þriðjudaginn 27. september, núvitund, fimmtudaginn 27. október og að lokum jakkafatajóga fimmtudaginn 24. nóvember. Allir viðburðirnir hefjast kl. 17:30.

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 27. september 2016

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30
 

Viðburður endar: 

18:30