Fara í efni

Fimm einkenni þess að þú borðir of mikinn sykur

Sykur er hluti af okkar daglega lífi – því hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er sykur í bókstaflega öllu.
Fimm einkenni þess að þú borðir of mikinn sykur

Sykur er hluti af okkar daglega lífi – því hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er sykur í bókstaflega öllu.

Hvort sem það eru þau kolvetni sem við látum ofan í okkur eða drykkirnir sem við drekkum.

En það er mikilvægt að vera á varðbergi að sykurneyslan fari ekki úr hófi fram því of mikil sykurneysla er varhugaverð. Of mikill sykur getur haft alvarlegar aukaverkanir og haft áhrif á lífsgæði okkar. Og þá er ekki bara verið að tala um offitu.

Hér eru fimm einkenni þess að þú borðir of mikinn sykur

1. Liðverkir

Ef þú ert stöðugt með liðverki ættirðu að skoða hvort of mikilli sykurneyslu sé um að kenna.

Hreinn sykur hækkar blóðsykurinn í líkamanum sem leiðir til þess að liðir líkamans geta bólgnað upp. Og ef liðir líkamans eru viðkvæmir gerir mikil sykurneysla ástandið enn verra.

2. Stöðugt hungur

Ekki gleyma að sykur er ekki bara að finna í sætindum eins og kökum og sælgæti heldur einnig í kolvetnaríkri fæðu eins og brauði og pasta. Þannig að ef þú borðar t.d. máltíð sem inniheldur nær eingöngu kolvetni er líklegt að líkaminn öskri mjög fljótlega á orku – sem lýsir sér í því að þú finnur til mikillar svengdar.

3. Heilaþoka

Sykur eykur þörf líkamans á insúlíni, en insúlín og glúkagon eru hormón sem hjálpa til við blóðsykursstjórnun líkamans.

Insúlín og glúkagon eru eins og jing og jang. Þegar magn insúlíns er mikið í líkamanum veldur það því að glúkósi safnast upp í blóðinu. En það leiðir síðan til hungurs, þreytu og heilaþoku og þú átt erfitt með að einbeita þér.

Of mikil sykurneysla getur því haft þau áhrif að þú sért ekki nógu skýr í kollinum.

4. Þyngdaraukning og hormónarnir . . . LESA MEIRA