Fara í efni

5 keppendur um verstu næringarráð sögunnar

Saga næringarfræðinnar er lituð af rangfærslum. Fólki hefur verið ráðlagt að gera alls kyns undarlega hluti, þvert á almenna skynsemi. Sumar þessara hugmynda eru ekki aðeins gagnslausar, heldur mögulega skaðlegar.
5 keppendur um verstu næringarráð sögunnar

Saga næringarfræðinnar er lituð af rangfærslum.

Fólki hefur verið ráðlagt að gera alls kyns undarlega hluti, þvert á almenna skynsemi. Sumar þessara hugmynda eru ekki aðeins gagnslausar, heldur mögulega skaðlegar.

Það sem er þó allra verst … er að enn er verið að halda mörgum þessara hugmynda að fólki.

Hér er listi yfir 5 verstu næringarráð sögunnar.

1. Fleygðu eggjarauðunni, næringarmesta hluta eggsins

Egg eru ein af næringarmestu fæðutegundum Jarðarinnar.

Hugsaðu þér bara … næringarefnin í einu eggi innihalda öll þau efni sem nauðsynleg eru til að breyta einni frjóvgaðri frumu í heilan hænuunga.

En það er eitt vandamál … það vill svo til að eggjarauðan er líka kólesterólrík.

Þar sem eggjarauður eru kólesterólríkar hélt fólk að þær hækkuðu kólesteról í blóði. Af þessum sökum hefur oft verið mælt með því að við takmörkuðum neyslu eggja við 2-6 heil egg á viku.

Hins vegar var oft sagt að við gætum borðað fleiri egg en það … ef við hentum eggjarauðunni.

Þetta er nokkurn veginn það heimskulegasta sem þú getur gert, vegna þess að eggjarauðan inniheldur næstum öll næringarefnin. Hvítan eru að mestu prótein.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á eggjaneyslu og kólesteróli í blóði … hjá 70% manna hafa egg ekki áhrif á kólesteról (1).

Hjá hinum 30% hækka eggjarauður HDL (góða) kólesterólið og breyta LDL ögnum í stórar … sem eru ekki skaðlegar (234).

Staðan er sú að margar rannsóknir, sem sumar hverjar hafa náð til hundruða þúsunda manna, hafa skoðað eggjaneyslu og hættu á hjartasjúkdómum hjá heilbrigðum einstaklingum og fundu engin tengsl þar á milli (567).

Við skulum heldur ekki gleyma því að egg hafa marga frábæra kosti.

    • Þau eru full af hágæða próteini, hollri fitu, vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum … næstum öllum næringarefnum sem líkaminn þarfnast (8).
  • Þau innihalda lútín og zeaxanthin, öflug andoxunarefni sem eru mjög verndandi fyrir augun og minnka hættu á ýmsum augnsjúkdómum (101112).

Egg eru líka meðal bestu matvæla sem þú getur borðað ef þú vilt léttast. Ef borin eru saman egg annars vegar og kornmatur hins vegar kemur í ljós að þú verður saddari af eggjum og borðar því minna af öðru. Því léttist þú frekar (1314).

Ekki nóg með allt þetta, því egg eru líka ódýr, auðveld í matreiðslu og smakkast frábærlega.

Í alvöru … egg eru nánast fullkomin fæða. Að henda eggjarauðunni er það versta sem þú getur gert.

Niðurstaða: Eggjarauður eru meðal næringarmestu fæðutegunda Jarðarinnar. Kólesterólið í þeim hækkar hvorki slæma kólesterólið í blóði né eykur hættu á hjartasjúkdómum.

2. Allir ættu að borða fitulítið hákolvetnafæði … líka sykursjúkir

Sú útbreidda ráðgjöf að við ættum að tileinka okkur lágfitumataræði var EKKI byggð á traustum vísindum.

Upphaflega var hún byggð á nokkrum illa framkvæmdum, faraldsfræðilegum rannsóknum, tilraunum á dýrum og misvitrum, pólitískum ákvörðunum.

Jafnvel þó engin sönnun væri fyrir því að mettuð fita orsakaði hjartasjúkdóma á þeim tíma (og er ekki enn), voru sumir vísindamenn sannfærðir um að hún væri skaðleg og lágfitumataræði myndi koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.

Síðan hefur þetta verið opinber skoðun ríkisstjórna og almennra heilsustofnana um allan heim í áratugi. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem þjást af offitu og sykursýki margfaldast.

Síðan þá hafa margar yfirgripsmiklar rannsóknir verið gerðar á lágfitumataræði.

Stærsta og dýrasta rannsókn sem gerð hefur verið á mataræði, The Women’s Health Initiative, slembiraðaði 48.835 konum í hópa … einn borðaði mat sem var fitulítill, hinn hópurinn hélt áfram að borða hefðbundið vestrænt fæði.

Eftir 7,5-8 ár, þá var aðeins 0,4 kg munur á líkamsþyngd hópanna og lágfituhópurinn stóð ekkert betur varðandi hjartasjúkdóma eða krabbamein (1516,1718).

Margar rannsóknir hafa leitt til þessarar sömu niðurstöðu … mataræðið sem enn er verið að mæla með virkar einfaldlega ekki (1920).

Sannleikurinn er sá að lágfitumataræðið var hræðileg mistök. Nánast í hvert skiptisem það er borið saman við aðra tegund mataræðis í rannsóknum, kemur það verr út (2122).

Sykursjúkum hefur jafnvel verið ráðlagt að fylgja þessari tegund mataræðis … það ráð gagnast engum nema lyfjafyrirtækjunum.

Það er einföld líffræðileg staðreynd að kolvetni hækka blóðsykurinn. Þau halda því sykursjúkum háðum blóðsykurslækkandi lyfjum (23).

Þótt lágfitumataræði geti verið í lagi fyrir heilbrigt fólk, þá er það hörmung fyrir fólk sem þjáist af offitu, efnaskiptavillu og sykursýki.

Reyndar sýna nokkrar rannsóknir að lágfitumataræði getur haft slæm áhrif á nokkra helstu áhættuþætti efnaskiptaheilkennis og hjartasjúkdóma. Það getur hækkað þríglýseríð, lækkað HDL og fjölgað litlu, þéttu LDL ögnunum (242526272829).

Það er löngu tímabært að yfirvöld leggi þessa fáránlegu lágfitukenningu á hilluna og viðurkenni að hún hafi valdið hræðilegu tjóni á síðustu áratugum.

Niðurstaða: Lágfitumataræðið er slæm mistök. Það hefur fengið falleinkunn í öllum helstu rannsóknum, en samt eru stjórnvöld og næringarstofnanir víða um heim enn að mæla með því.

3. Hitaeining er hitaeining … gæði matar skiptir minna máli

Eitt stóru mistakanna í sögu næringarfræðinnar er óhófleg áhersla á hitaeiningar.

Það er mýta að það sé hitaeiningagildi matar sem mestu máli skiptir, ekki maturinn sem hitaeiningarnar koma úr.

Sannleikurinn er … að hitaeiningar eru mikilvægar, en það þýðir ekki að við þurfum að telja þær eða jafnvel vera meðvituð um þær. Menn voru heilbrigðastir og grennstir áður en þeir vissu að eitthvað væri til sem kallaðist hitaeiningar.

Það er mikilvægt að átta sig á að mismunandi matvæli hafa mismunandi áhrif áhormóna og heilastöðvar sem stjórna hvað, hvenær og hversu mikið við borðum … eins og hversu mörgum hitaeiningum við brennum (3031).

Hér eru tvö dæmi um hvers vegna hitaeining er EKKI hitaeining:

    • Prótein: Að borða próteinríka fæðu getur aukið brennslu um 80-100 hitaeiningar á dag og dregið verulega bæði úr matarlyst og löngun. Hitaeiningar úr próteini hafa önnur áhrif en hitaeiningar úr kolvetnum eða fitu (323334).
  • Mettun: Margar rannsóknir sýna að mismunandi matvæli hafa mismunandi áhrif á mettun. Þú þarft miklu færri hitaeiningar úr eggjum eða soðnum kartöflum til að verða saddur en úr kleinuhringjum eða ís (35).

Það eru mörg fleiri dæmi um hvernig matur og næringarefni hafa mismunandi áhrif á svengd og hormóna.

Mýtan um að hitaeiningar séu allt sem máli skiptir varðandi þyngd (og heilsu) er kolröng.

Niðurstaða: Sú hugmynd að hitaeiningar skipti meira máli en gæði matar er mikill misskilningur. Matvæli hafa mismunandi áhrif á þau hormón og heilastöðvar sem stjórna matarvenjum okkar.

4. Að elda með fjölómettaðar jurtaolíum

Okkur er almennt ráðlagt að nota fræ- og jurtaolíur sem innihalda mikið af fjölómettuðum fitusýrum.

Sumar rannsóknir hafa sýnt að þessar olíur, þ.m.t. sojaolíur, korn- og sólblómaolíur, lækka kólesteról.

En … þó eitthvað lækki kólesteról, þarf það ekki endilega að þýða að það dragi úr hjartasjúkdómum.

Kólesteról er áhættuþáttur, en það eru lokastigin (eins og hjartaáföll og dauði) sem málið snýst um.

Það eru reyndar nokkrar rannsóknir sem sýna að þrátt fyrir að þessar olíur lækki kólesteról þá geti þær aukið hættu á hjartasjúkdómum (3637).

Auk þess eru þessar olíur skaðlegar af ýmsum öðrum ástæðum.

Þær eru hlaðnar fjölómettuðum fitusýrum … en flestar þeirra eru Omega-6.

Menn þurfa að borða Omega-6 og Omega-3 fitusýrur í ákveðnu jafnvægi, en þetta er oft í miklu ójafnvægi hjá okkur þar sem við borðum alltof mikið af þessum olíum (38).

Að borða mat sem inniheldur mikið af Omega-6 og lítið af Omega-3 getur stuðlað að bólgum í líkamanum, en bólgur eru einn af helstu drifkröftum nánast allra langvarandi, vestrænna sjúkdóma (3940).

Þessar fitusýrur geta einnig farið inn í frumuhimnurnar, en fjölómettaðar fitur geta hvarfast við súrefni og því hvarfast við frjálsar stakeindir (free radicals) í frumuhimnum, sem skaða svo mikilvægar sameindir á borð við prótein eða DNA (41,42).

Og til viðbótar … það sem flestir átta sig ekki á er að vegna þess hvernig þessar olíur eru unnar (meðal annars með háum hita og eitraða leysiefninu hexan) þá innihalda þær transfitusýrur.

Í raun sýndi rannsókn sem gerð var á repju- og sojaolíu í Bandaríkjunum að 0,56-4,2% af fitusýrum í þeim voru transfitusýrur (43)!

Margir svokallaðir “sérfræðingar” eru að ráðleggja fólki að elda með þessum olíum … sem er hræðileg hugmynd því fjölómettaðar fitur eru viðkvæmar fyrir hita og skemmast auðveldlega (44).

Niðurstaða: Fólki hefur verið ráðlagt að neyta olía sem eru hlaðnar Omega-6 fitusýrum og transfitusýrum. Þessar olíur eru mjög skaðlegar, en samt er enn verið að mæla með því að fólk borði þær.

5. Að skipta út smjöri með unnu transfituhlöðnu smjörlíki

Það hefur margt vitlaust verið sagt og gert varðandi næringu.

Þó … er það hræðilega ráð að skipta náttúrulegu smjöriút fyrir unnið smjörlíki jafnvel það versta.

Í alvöru … líttu á innihaldslistann fyrir smjörlíki.

Þetta er ekki matur, þetta er samsetning efna sem líta út og bragðast eins og matur.

Það er ekki að undra að smjörlíki eykur líkur á hjartasjúkdómum samanborið við smjör (45).

Það sama má segja um jurtaolíur … margar rannsóknir sýna að þær valda hjartasjúkdómum og drepa fólk (4647).

Rannsóknirnar sýna að þessar unnu fitur og olíur auk hættuna á hjartasjúkdómum, svo það er skynsamlegt að forðast þær ef við viljum ekki fá hjartasjúkdóma.

Þetta virkar nokkuð augljóst, ekki satt?

Greinilega ekki … því næringaryfirvöld eru ennþá að ráðleggja okkur að borða þetta, jafnvel þó þessar rannsóknir hafi legið fyrir í mörg ár.

Þau bara ná þessu ekki. Þegar við skiptum út hefðbundnum matvælum eins og smjöri og kjöti fyrir unna gervifæðu, þá verðum við bæði feitari og veikari.

Hversu marga vísindamenn og áratugavinnu þarf til að finna út úr þessu?

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

 

Grein af vef betrinaering.is