Fara í efni

3 merki þess að þú ert ekki að neyta nægilegs magns af trefjum

….þá er kominn tími á að hlaða sig upp af ávöxtum og grænmeti.
3 merki þess að þú ert ekki að neyta nægilegs magns af trefjum

….þá er kominn tími á að hlaða sig upp af ávöxtum og grænmeti.

Það er ekkert leyndarmál að matur ríkur af trefjum hjálpar til við kílóamissi.

En samt þrátt fyrir allar þær upplýsingar sem hægt er að nálgast á netinu þá eru of margir ekki að fá næginlegt magn trefja daglega.

 

„Konur þurfa um 25 grömm af trefjum daglega, en flestar eru ekki að neyta nema um 15“ segir Keri Gans, næringarráðgjafi í New York og höfundur bókarinnar The Small Change Diet.

Þannig að spurningin er þessi, hvernig veistu hvort þú ert að fá næginlegt magn trefja daglega?

Hér eru merki um það hvort þig skorti trefjar eða ekki.

 
1. Þú ert ekki að fara nógu oft á klósettið – já til að hafa hægðir. Eðlilegt er að hafa hægðir einu sinni á dag a.m.k.

Flestir telja að það að vera með hægðartregðu sé pottþétt merki um vöntun á trefjum í systemið. En hægðartregðan eru þeir öfgar sem líkaminn lendir í ef hann getur ekki losað sig við úrgang. Þannig að neyttu trefja daglega.

2. Kólestrólið er of hátt.

Það má finna tengingu milli kólestróls og trefja. Rannsóknir hafa sýnt að trefjar hjálpa til við lækkun kólestróls.

Það sem gerist er þetta, trefjar fara heilir í gegnum líkamann og á meðan á þessu stendur þá hengir kólestrólið sig á trefjana og trefjarnir fjarlægja það í burtu.

„Þannig að ef þú ert ekki að fá næginlegt magn trefja þá hefur kólestrólið ekki eins mörg tækifæri á að fjarlægjast úr líkamanum, og það útskýrir of hátt kólestról“ segir Gans.

3. Þú finnur alltaf fyrir hungri 45 mínútum eftir máltíðir.

„Ástæðan fyrir þessu er sú að trefjar meltast hægar og halda þér saddri/söddum lengur“ segir Gans.

Þannig að ef þú verður svöng/svangur fljótlega eftir morgunverð eða hádegisverð þá neyttir þú ekki næginlega mikið af trefjum.

Ertu fyrir prótein? Jafnvel þó þú hafir fengið þér tvö egg í morgunmat þá ættir þú að hafa gróft brauð með eggjunum, brauð sem er ríkt af trefjum.

Heimild: womenshealthmag.com