Fara í efni

Vani og vansæld - Guðni með hugleiðingu á mánudegi

Vani og vansæld - Guðni með hugleiðingu á mánudegi

Umgjörðin er persónubundin

Umgjörðin er göngugrind, okkar leið til að beina athyglinni frá vana og vansæld að einhverju jákvæðu – ferli uppbyggingar og kærleika.

Umgjörðin er persónubundin og hana þarf að sníða út frá tilgangi okkar og vilja.

Umgjörðin snýst um að staðfesta vilja okkar og styrkja þá staðhæfingu að við viljum annað en við höfum haft – að sýna umhverfinu og okkur sjálfum að það sé einhver tilgangur á bak við áform og annan yfirlýstan vilja. Við sönnum fyrir okkur sjálfum og hjartanu að okkur sé alvara.