Fara í efni

Hver er munurinn á ásetningi og tilgangi - hugleiðing dagsins

Hver er munurinn á ásetningi og tilgangi - hugleiðing dagsins

Ásetningur

Ásetningur getur verið upphaf margra góðra hluta. Ásetningur getur verið kvöl og böl eða farvegur til velsældar. Ásetningur er ekki nema lítið brot af ferðalaginu og oft aðeins upphafið.

Staðreyndin er sú að margir hafa góðan ásetning en engan tilgang. Munurinn á ásetningi og tilgangi er sá að ásetningurinn er oft innantóm yfirlýsing – enda þýðir orðið ásetningur að söðla hest eða leggja á, en ekki endilega að ríða út. Þetta minnir óneitanlega á gátuna um froskana þrjá:

Þrír froskar sitja á vatnalilju. Einn þeirra ákveður að stökkva út í. Hversu margir eru þá eftir?

Svarið er auðvitað þrír. Þessi eini tók aðeins ákvörðun um að stökkva ... EN ... hann stökk ekki. Þannig er komið fyrir mörgum okkar. Við tökum ákvörðun en ...

Svarið er auðvitað þrír – en þegar ég legg þessa gátu fyrir hóp fólks er afar sjaldgæft að einhver giski á rétta svarið. Við skynjum ekki muninn á því að ákveða að stökkva og að stökkva – svo föst erum við í eigin hegðunarmynstri.

Svona getur ásetningur verið kvöl og valdið okkur böli, því þegar við höggvum á ætlanir okkar og drauma erum við stöðugt að stinga okkur í bakið og sparka í okkur liggjandi.