Fara í efni

Hvað er langstærsta tækifærið til vaxtar - hugleiðing dagsins

Hvað er langstærsta tækifærið til vaxtar - hugleiðing dagsins

HVAÐ ER NÆRING?

Langstærsta tækifærið til vaxtar í lífinu felst í næringunni sem þú neytir, viðhorfi þínu til næringarinnar og hvort þú neytir í vitund eða ekki.

1) Ertu að borða heilnæman, óunninn mat?
2) Ertu að næra þig í vitund, með kærleika, hægt og rólega?
3) Tyggurðu matinn eins og hann skipti máli?
4) Drekkurðu gosdrykki og aðra drykki sem gera líkamann súran?
5) Drekkurðu vatn?
6) Borðarðu umfram orkuþörf?
7) Borðarðu þegar þú ert ekki svöng/svangur? 
8) Borðarðu seint á kvöldin?
9) Borðarðu til að bæla tilfinningar?
10) Borðarðu til að fagna jákvæðum atburðum? 
11) Borðarðu til að syrgja?
12) Finnst þér betra að borða en að vera?
13) Er matur uppáhalds ástarsambandið þitt?

Þegar kemur að næringu eru fjölmargar svona spurningar á floti og það er mikilvægt fyrir hvern og einn að svara þeim fyrir sig. Stærsta spurningin er samt þessi:

„Erum við óholl eða hliðholl sjálfum okkur?“