Fara í efni

Ég er - hugleiðing dagsins

Ég er - hugleiðing dagsins

„Ég er“

Minn grunntilgangur er að láta gott af mér leiða og skilja að til að ég þrífist og blómstri þurfum við öll að þrífast og blómstra. En fyrst þegar ég skrifaði tilganginn minn niður var ég svolítið vígreifur og gekk bratt að verki. Fyrsta útgáfan mín var svona:

„Ég er viti sem lýsi skæru ljósi og ögra myrkrinu, hvar sem ég finn það.“

Síðan liðu nokkrir mánuðir, ég hugsaði málið og endurskoðaði staðhæfinguna:

„Ég er viti sem varpar björtu ljósi.“

Aftur liðu nokkrir mánuðir og að lokum skrifaði ég niður þá staðhæfingu sem ég hef notað síðan, í einu eða öðru formi:

„Ég er.“

Tilgangur minn í dag er ekki heilagur og meitlaður í stein, en ég finn mig sterkast í því að láta ljós mitt skína, mér og öðrum til handa, og hef fullt svigrúm og heimild til að hagræða mínum tilgangi ef efni standa til. Upplifun mín á tilgangi er alltaf sú að hann sé ást og að á honum séu engar áhengjur – ég bara er. Um leið og áhengjan er komin er ég farinn að skilgreina hugsanleg markmið.