Fara í efni

Á hvaða tíðni eru þínar tilfinningar - Guðni og sunnudagshugleiðingin

Á hvaða tíðni eru þínar tilfinningar - Guðni og sunnudagshugleiðingin

Tíðni hjartans er mælikvarðinn

Mælikvarðinn á framgönguna er einfaldur: Hann er tilfinningatíðnin sem ég upplifi gagnvart sýninni og markmiðunum. Finn ég samhljóm við tíðni hjartans og heimild?

Á hvaða tíðni eru tilfinningar mínar gagnvart verkefninu þegar ég hef losað mig frá áhengjum, hvötum og staðalhugmyndum samfélagsins?

Er ég fullur af áhuga og ástríðu?
Það er hinn fullkomni mælikvarði – er ég ástríðufullur gagnvart lífinu og því hlutverki sem ég vil gegna?
Heimildin opinberast einmitt í þessu:
Hver er ástríðan gagnvart framgöngu lífs míns?