Fara í efni

Ráð til að léttast og sættast við sjálfan sig.

Því þessi nýji vinur er frekar brothættur. Og auðveldlega hægt að brjóta niður. Svo vandaðu þig.
Passa'u upp á þínar hugsanir þær geta meitt.
Passa'u upp á þínar hugsanir þær geta meitt.

Góðan daginn.

Já þessi mynd.
Þetta með að verða of þung/ur.
Þá er ég að meina svona tugum kílóum of þung/ur.
Það hefur lítil með það að matur sé út um allt.
Heldur er þetta hugurinn okkar.
Og fíknin sem við byggjum með okkur.
Að deyfa sig niður með mat.

Ef við þig er talað á hverjum einasta degi um hvað þú sért hreint ömurleg feitahlussa.
Hvernig á það að ganga upp.
Að þú getir aldrei neitt.
Að þú sér bara svona og verðir aldrei neitt annað.
FEITAHLUSSA.
Ég fæ hroll.
Svona talaði ég við sjálfan mig svo árum skipti.
Ég svoleiðis rakkaði allt niður við sjálfan mig.
Fór í megrun á hnefanum og var fljót að finna auma punkta og rakka niður.
Veiktist alvarlega .
Fljót að stimpla mig úr leik.
Hvort eð er ömurleg....sem alltaf fell í öllu.

Þegar að maður lifir með sjálfum sér sem sínum versta óvini.
Hvernig á það að ganga upp.
Þú ferð að draga þig til hlés.
Skammast þín fyrir sjálfan þig.

Til þess að ná sáttum við sitt eigið sjálft.
Viðurkenna nákvæmlega ástand mála.
Vinna út frá því.
Það er ekki auðvelt að vera feitabolla sem er ósátt við sjálfan sig.
Það er bæði fitandi og manndrepandi.
En það er hægt að snúa sjálfan sig niður :)

Það er hægt að læra upp á nýtt.
Vertu þinn besti vinur .
Reyndu það allavega.
Það tekur á .
Því þessi nýji vinur er frekar brothættur.
Og auðveldlega hægt að brjóta niður.
Svo vandaðu þig.

Passaðu orðin þín 
Passaðu mataræðið....ekki misbjóða í neinar áttir.
Hreyfðu þenna nýja vin.
Öll hreyfing kallar fram vellíðan ....júbb allavega eftir á :)
Og hægt og rólega fer þessi vinur sem áður var eins og lauf í vindi að verða töffari sem trúir á sjálfan sig.

Ef þessu er náð.
Getur þú gert allt.
Þú hefur náð tökum á sjálfum þér 

Ef allt annað hefur farið í klessu.....afhverju ekki að prufa þetta ráð ?

Það er vont að vera í stöðugri baráttu.

Eigið góðan dag