Sannleikurinn um sykur, hormón og liđverki

Ég verđ bara ađ segja ţér, yfir 14 ţúsund voru sykurlausir og sáttir í gćr!

Ég er ofbođslega ţakklát og uppfull af gleđi eftir ţessa 14 daga og ótrúlega gaman ađ heyra ţátttakendur tala um bćtta líđan, jafnari orku, ţyngdartap og losun verkja!

“Mér líđur svo vel á ţessu sykurlausa fćđi búin ađ missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur 😉 Og ég hef ekki fengiđ höfuđverk eđa slćmt mígreniskast síđan ég byrjađi sem er ćđi og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

Međ reglulegri neyslu á sykri geta áhrifin á líkamann oft fariđ framhjá okkur. Ţví sannleikurinn er ađ sykur getur haft heilsuspillandi áhrif á liđverki, hormón og skjaldkirtil!

Sannleikurinn um sykur, hormón og liđverki

Hormón

Hormón eru bođefni líkamans sem ferđast um blóđrásina til vefja og líffćra. Hormón okkar hafa gríđarleg áhrif á getu ađ léttast, svefn, skap, kyngetu og margt fleira.

Sykur og einföld kolvetni eru ţekkt fyrir áhrif á ţyngdaraukningu, en ţessar fćđutegundir hafa einnig mikil áhrif á fyrirtíđarspennu og einkenni á breytingaraldrinum. Sérstaklega ţegar kemur ađ ţreytu, sleni, matarlöngunum (sykurlöngun) og skapsveiflum.

Sykur hefur ekki ađeins áhrif á sveiflur í skapi og orku heldur truflar hann líka eitt af kraftmesta hormóninu í líkama okkar, insúlíninu sem stýrir ţyngdartapi. En ţađ tengist líka öđrum hormónum í líkama okkar eins og estrógeni og testósteróni. Ţegar insúlín hćkkar mikiđ, oftast eftir máltíđ fulla af sykri, getur ţađ leitt til lágs gilda af ákveđnu próteini sem kallast SHBG. SHBG bindur auka estrógen og testósterón í blóđinu, en ţegar ţađ er lágt ţá aukast ţessi hormón. Insúlín eykur einnig framleiđslu á testósteróni, sem er síđan umbreytt í ennţá meira estrógen.

Međ ţví ađ koma ójafnvćgi á hormónabúskap líkamas margfaldar ţađ einkenni eins og pirring, kvíđa, gleymni og konur á breytingaraldri upplifa ennţá sterkari einkenni eins og hitakóf, nćtursvita og kviđfitusöfnun. 

 

 

Ef ţú upplifir eitthvađ af ţessu gćti ţađ ađ sleppa sykri veriđ ein leiđ ađ náttúrulegum bata. Ţetta er eitthvađ sem ég veit margar konur hjá mér sem hafa lokiđ Nýtt líf og Ný ţú ţjálfun vitna um, sem málesa meira um hér. Sýna jafnframt margar rannsóknir ađ sterk tengsl milli matarćđis og hormóna, m.a ađ slćmt matarćđi, vítamín- og steinefnaskortur getur aukiđ á einkenni fyrirtíđarspennu.

Skjaldkirtill

Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum líkamans, hitastigi og orkuframleiđslu. Hann fćr örvun frá heiladingli (TSH) um ađ framleiđa hormónin T4 og T3. Meirihluti T4 umbreytist í T3 í lifrinni ţannig ađ eđlileg starfsemi hennar er mjög mikilvćg.

Rétt matarćđi er lykillinn ađ heilbrigđum skjaldkirtli og ţarf ţađ ađ innihalda mikiđ af sinki, seleni og jođi til ađ framleiđa ensím sem umbreyta T4 í T3. En sykur bindur skjaldkirtilshormóniđ sem gerir ţađ ófáanlegt líkamanum. Hann hefur ţví slćm áhrif á skjaldkirtilinn og er ekki mćlt međ mikilli sykurneyslu fyrir ţá sem eru međ hćgan skjaldkirtil.

Ef ţú ert međ vanvirkan skjalkirtill getur sykur veriđ einn ţeirra ţátta sem veldur ójafnvćgi, kíktu á greinar frá mér um skjaldkirtilinn hér og hér til ađ kafa dýpra um rétt matarćđi fyrir vanvirkan skjaldkirtil.

Liđverkir

Liđverkir og gigt stafa oft af bólgum í líkamanum. Hafa ţarf í huga ađ bólgur eru hluti af eđlilegri svörun ónćmiskerfisins til ađ vernda okkur gegn sýkingum og krabbameinum, ţćr eru ţví ekki alltaf slćmar. En tilefnislausar og sívarandi bólgur í líkamanum eru hins vegar óeđlilegar og geta stuđlađ ađ sjúkdómum.

 

 

Harvard Women´s Health Study rannsóknin sýndi fram á ađ konur sem borđađu fćđu međ háum sykurstuđli höfđu aukna bólguvirkni.

En fleiri rannsóknir sýndu einnig fram ađ sveiflur í blóđsykri sem verđa t.d. viđ sykurneyslu eđa eftir neyslu einfaldra kolvetna, eins og hvít brauđ og pasta geti aukiđ framleiđslu á bólguvaldandi efnum í líkamanum og ţar međ stuđlađ ađ bólgu.

Flest okkar geta trúlega tengt viđ ađ vakna uppţembd daginn eftir saumaklúbbinn ţar sem sykrađar tertur voru á bođstólnum.

Spilar matarćđiđ, vítamín og lífsstíll sjálfsagt hlutverki í liđverkjum en eftir ađ hafa leitt yfir hundruđ kvenna í Nýtt líf og Ný ţú ţjálfun okkar sé ég ađ sykurinn spilar leiđandi hlutverk í liđverkjum.

Vatn er nauđsynlegt ađ flytja nćringarefni milli líffćra og viđhalda heildbrigđri meltingu og starfsemi, svo ef ţú upplifir gjarnan verki í liđamótum bćttu viđ vatni og reyndu ţitt besta ađ forđast sykurneyslu til ađ draga úr bólguvirkni í líkamanum.

Ef ţú hefur veriđ međ okkur í sykuráskorun vona ég ađ ţú haldir áfram ţeirri braut og takir ţekkinguna og ávinninginn međ ţér inní sumariđ.

Ef ţú hefur áhuga á ađ kafa dýpra og fá stuđning frá A-Ö og upplifa ţig 20 árum yngri, fyllast orku og ná ţyngdartapsmarkmiđi ţínu ekki örvćnta ţví ađ viđ munum byrja okkar Nýtt líf og Ný ţú ţjálfun í haust. Svo vertu viss um ađ fara hér og hoppa um borđ á biđlistann svo ţú sért fyrst ađ frétta ţegar viđ opnum og gefum frá okkur ókeypis kennslugögn og leiđarvísi úr ţjálfun.

Eigđu umfram allt yndislega viku og ef ţú lćrđir eitthvađ nýtt af greininni vćri ég ţakklátt ef ţú deildir henni á facebook

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkţjálfi


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré