Páskakonfekt

Ég elska súkkulađi og í ár gerđi ég páskakonfekt međ fyllingu sem er algjörlega ómótstćđileg!

Ţađ er mikilvćgt ađ njóta okkar yfir páska í samveru fjölskuldunnar og ţá er einmitt fullkomiđ ađ eiga eitthvađ gott páskagóđgćti til ađ deila.

Góđur kostur viđ ađ gera ţitt eigiđ súkkulađi yfir páska er ađ ţú getur stjórnađ sćtumagninu svo ef ţú ert vön sykurminni lífsstíl mćli ég međ ađ minnka hlynsírópsmagniđ í súkkulađinu niđur í 75 gr. Ég notađi litla páskaeggjabakka sem henta uppskriftinni vel.

Ţegar ţiđ eruđ búin ađ brćđa súkkulađiđ eru eggin fyllt međ kasjúsmjörkremi..mmm

DSC_0265

Leyfiđ eggjunum ađ harđna og skreytiđ međ brćddu súkkulađi, ég notađi vegan hvítt súkkulađi og salt.

DSC_0304

Páskakonfekt

Súkkulađiđ

100g kakósmjör brćtt
50 gr kókosolía
75g hrátt kakó duft
100g hrátt hlynsíróp
4 dropar steviudropar t.d frá via health steviu
1 tsk vanilludropar

Páskaeggjaform

Kasjúhnetufylling

4 msk kasjúhnetusmjör t.d frá Monki
1 msk vegan smjör t.d frá Earth balance
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
4-6 klípur salt

Vegan hvítt súkkulađi til skreytingar

1. Brćđiđ kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbađi. Hrćriđ saman kakódufti, hlynsírópu, steviudropum og vanillu međ gafli ţar til silkimjúkt.

2. Helliđ ţunnu lagi af súkkulađinu yfir páskaeggjamót og frystiđ í 10 mín. Geymiđ súkkulađiđ yfir vatnsbađi svo ţađ stífni ekki.

3. Útbúiđ á međan fyllingu međ ţví setja allt í skál og hrćra. Gott ráđ til ađ fá silkimjúka karamellu er ađ setja allt í matvinnsluvél eđa blandara.

4. Takiđ eggjamótiđ úr frysti og helliđ öđru lagi af súkkulađi yfir. Frystiđ í 10 mín.

5. Bćtiđ fyllingu í eggjamótiđ lauslega (c.a einn tsk í hvert) og helliđ súkkulađi yfir. Sléttiđ úr međ hníf og frystiđ á ný í 10-20 mín.

6. Brćđiđ hvítt súkkulađi og sléttiđ yfir ef ţiđ viljiđ. Njótiđ.

Fyllir 6 eggja hálfmána eđa tvö páskaeggjamót

DSC_0358

Gleđilega páska :)
Heilsa og hamingja,
jmsignature

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré