6 ráđ fyrir frískari líkama á 6 dögum

Hvort sem ţú varst ađ koma úr fríi eđa ekki má alltaf fríska betur uppá líkamann fyrir haustiđ.

Ađ koma sér aftur af stađ eftir sumarleyfi getur veriđ áskorun svo í dag langar mig ađ deila međ ţér 6 einföldum ráđum fyrir frískari líkama á ađeins 6 dögum!

1. Takmarkađu sykur og áfengi
Sykur og áfengi getur fyllt líkama okkar af eiturefnum og dregiđ rosalega úr okkur.  Reyndu ţví ţitt besta ađ takmarka sykur og áfengi eftir fríiđ, allavega í eina viku til ađ byrja međ.
Bćttu viđ hollri fitu eins og avócadó sem getur hjálpađ líkamanum ađ vinna gegn sykurlöngun og farđu snemma í háttinn til ađ vinna upp góđan svefn (sjá betur í skrefi 2).

2. Svefnrútína
Ađ koma svefni aftur í rútínu hefur jákvćđ áhrif á matarlanganir og geđheilsu. Rannsóknir hafa sannađ ţetta. Ađ borđa seint á kvöldin og drekka áfengi (eins og tíđkast oft í fríum) getur einnig hindrađ ţađ ađ líkaminn nái ađ fara í djúpan svefn.
Örlítiđ meiri svefn á hverri nóttu getur hjálpađ líkamanum ađ jafna sig eftir frí.

3. Vökvađu líkamann
Vatn er mikilvćgara líkamanum en viđ gerum okkur grein fyrir. Vatn flytur nćringarefni um líkamann og hjálpar viđ ađ draga úr bólgum, bjúg sem og minnka langanir í óhollustu. 
Góđ ţumalputtaregla er ađ drekka 2-3 lítra af vatni yfir daginn. Ţađ besta er ađ góđa íslenska vatniđ er ókeypis.

DSCF1384


4. Gefđu líkamanum hvíld frá mat í 12 klst á hverri nóttu.
Ţegar viđ erum í frí erum viđ gjarnari á ađ borđa seinna á kvöldin. Ćskilegur tími fyrir kvöldmat er milli 18:00-19:00 ţar sem brennsla hćgist eftir ţví sem líđur á kvöldiđ. Góđ regla er ađ borđa ekkert nokkrum klukkustundum áđur en fariđ er í háttinn.
Gefđu líkaman hvíld frá mat í 12 klst. Prófađu eina viku ţar sem ţú borđar ekkert 4 klst fyrir svefn. Rútína ţína gćti ţá t.d. veriđ ađ borđa frá kl. 7 um morgun til kl.19 og síđan ekkert eftir ţađ.

5. Forđastu vigtina
Ekki hoppa strax á vigtina eftir sumarfrí og svekkja sjálfa/n ţig. Ţađ tekur tíma ađ koma sér á rétta braut og oft getur bjúgur veriđ orsök ţess ađ vigtin sé ađeins hćrri en vanalega. Besta leiđin til ađ fríska uppá líkamann og koma honum aftur í form er međ skynsömum hrađa og engum öfgum.
Bćttu viđ bólgueyđandi fćđutegundum hér í matarćđiđ. Smátt og smátt međ litlum breytingum mun vellíđan og ţyngdartap fylgja.

6. Gerđu litlar lífstílsbreytingar sem endast
Litlar breytingar í matarćđi eru mun áhrifameiri en öfgar, föstur og skammtímaátök. Ađ bćta viđ meira af vatni, minnka sykurinn og velja náttúrulega sćtu eru allt skref í réttu áttina. Lífsstílsbreyting er hreinlega eina leiđin!

 Taktu 6 daga áskorun ađ frískari líkama međ ráđunum hér ađ ofan. Vertu svo međ í ókeypis símtali ţann 30.ágúst ţar sem ég deili međ skrefum ađ tvöfalda orkuna og kveđja aukakílóin! Skráning er ókeypis og hafin hér!

Í símtalinu mun ég einnig opna fyrir skráningar í Nýtt líf og Ný ţú 4 mánađa lífsstílsţjálfun sem hefst í september. Fariđ verđur yfir hvernig ţjálfunin fer fram og hverjum hún hentar.

Tryggđu ţér pláss sem fyrst í símtaliđ sem haldiđ verđur ţann 30.ágúst kl 20:00! Ţú vilt ekki missa af ţessu!

Saman getum viđ ţetta.

Heilsa og hamingja,
jmsignature

 

 

 

 

-


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré