Ţolţjálfun fyrir sálina

Huga ţarf líka ađ andlegri heilsu
Huga ţarf líka ađ andlegri heilsu

Ţađ er fátt eins gott fyrir andlega heilsu okkar og útivist og hreyfing.

Ţolţjálfun er sú tegund hreyfingar sem mest áhrif hefur á andlega líđan. Ţolţjálfun er öll hreyfing sem gerir okkur móđ, eins og hlaup, hjólreiđar, rösk ganga, sund, skokk, fjallganga og dans. Slík áreynsla örvar drifkerfi líkamans međ tilheyrandi aukningu á framleiđslu og seyti streituhormónsins adrenalíns og taugabođefnisins noradrenalíns. Viđ ţađ eykst blóđstreymi til útlima og húđar, tíđni og kraftur hjartsláttar örvast, sömuleiđis tíđni og dýpt öndunar, og blóđţrýstingurinn hćkkar.

Ţetta skyldi mađur ćtla ađ yki streitu og andlega vanlíđan. En tvennt veldur ţví ađ svo er alls ekki.

Í fyrsta lagi hefst flókiđ slökunar- og vellíđunarferli í heilanum til mótvćgis viđ streituáhrifin eftir ađ áreynslan hefur stađiđ í ákveđinn tíma. Slökun og vellíđan er miđlađ af mörgum hormónum og taugabođefnum, til dćmis endorfíni, serótóníni og dópamíni.

Í annan stađ ađlagast líkaminn álaginu eftir ţví sem mađur ţjálfast međ reglubundnum ćfingum og áreynslu. Ţannig ađ ţó blóđţrýstingur aukist alltaf viđ áreynslu, ţá eykst hann mun minna hjá vel ţjálfuđum manni en hjá kyrrsetumanni sem skyndilega reynir á sig. Ţar ađ auki veldur ţjálfunin ţví ađ blóđţrýstingur í hvíld verđur lćgri en hjá kyrrsetumanninum. Ţađ sama gildir um púlsinn (hjartsláttartíđnina).

Hinn ţjálfađi hefur lćgri áreynslupúls og lćgri hvíldarpúls en kyrrsetumađurinn. Ástćđan er minna seyti streituhormónsins adrenalíns og taugabođefnisins noradrenalíns hjá ţjálfuđum manni en kyrrsetumanni hvort sem er viđ áreynslu eđa í hvíld.

Ţetta veldur ţví ađ ţađ er streitulosandi ađ stunda ţolţjálfun, og viđ verđum betur í stakk búin ađ mćta streitu og andlegu álagi. Ţolţjálfun getur linađ kvíđa og mildađ depurđ ţeirra ţunglyndu. Ţar ađ auki líđur okkur betur líkamlega sem andlega ţegar viđ komumst í betra form. Međ auknu ţreki og ţoli verđum viđ sjálfsöruggari, og sjálfstraustiđ eflist.

Heimild: heilraedi.is


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré