Fara í efni

Það vill enginn ilma eins og gamlir íþróttasokkar

Við lifum í samfélagi þar sem gerðar eru miklar kröfur um útlit og klæðaburð. Þetta skiptist auðvitað niður eftir aldri og þroska og virðast kröfurnar vera enn meiri hjá yngra fólki en því eldra.
Skemmtilegur pistill frá Evu Dögg á Tíska.is
Skemmtilegur pistill frá Evu Dögg á Tíska.is

Við lifum í samfélagi þar sem gerðar eru miklar kröfur um útlit og klæðaburð.   Þetta skiptist auðvitað niður eftir aldri og þroska og virðast kröfurnar vera enn meiri hjá yngra fólki en því eldra. Eldra fólk (ég er að tala um 40+) er líka oft á tíðum komið á þann stað að það eru öruggara í eigin skinni, þekkir sinn stíl og veit hvað það vill. 

 

En krakkar mínir það er í raun alveg sama þótt þið séu klædd beint upp úr nýjasta tölublaði Vogue... ef þið ilmið eins og gamlir íþróttasokkar þá er “lúkkið” ónýtt!

Góð líkamslykt og góðir ilmir geta algjörlega sett punktinn yfir i-ið en ilmvatn getur líka gjörsamlega virkað öfugt ef þú notar of mikið af því.

Það er t.d. ekkert eins fráhrindandi og karlmaður sem hefur skvett það mikið af rakspíra yfir sig að lyktin mætir kortéri á undan honum á veitingastaði eða í vinnuna og það sama gildir um stelpurnar.  Vont ilmvatn er eiginlega bara ófyrirgefanlegt en virkar mögulega sem góð flugnafæla.

Hér er örfá ráð til þess að ná þessu gullna jafnvægi – ilmir & ímynd

#1
Passaðu þig að blanda ekki saman of mörgum ilmum.  Of sterkur kokteill af  body lotioni (líkamskremi), deodorant (svitalyktareyði) og ilmvatni geta hreinlega kallað fram flökurleika sérstaklega ef um ólíkar lyktir er um að ræða.  Reyndu að velja þér hlutlausan ilm í kremi og svitalyktareyði ef þú notar ilmvatn 

#2
Gamla góða þvottaefnið.  Ég hef margsinnis rekið mig á það að fólk notar allt of sterk þvottaefni og finnst það oft á fötunum sem síðan blandast saman við ilmvatnið eða rakspírann og það hreinlega virkar ekki.  Það vill enginn ilma eins og Ariel Ultra er það.  Hreinn þvottur ilmar oft vel og rúmfötin eiga einmitt að ilma vel en það þarf að passa sig á þessu.  Mæli með Neautral þvottaefninu fyrir okkur konur sem elskum að nota ilmvatn. 

 

#3
Árstíðir – Skiptu reglulega um ilmi.  Það er nefnilega ekki sama stemning í vetrar og sumarilmum. 

#4
Gott er að eiga mini glas af uppáhalds ilminum þínum í t-töskunni fyrir neyðartilfelli.  

 

#5
Ekki spreyja beint á fötin því það getur skilið eftir ljóta bletti á fötunum auk þess sem ilmurinn er aldrei eins á fötum og á húð.

#6
Less is more, ekki úða yfir þig eins og enginn sé morgundagurinn.  Vissir þú að of mikið ilmvatn á viðkvæm svæði eins og bringu geta myndað bletti á húðinni með tímanum.  Settu ilmvatn á úlnliðinn og sitthvorumegin á hálsinn.  Ekki nudda úlnliðunum saman því þá hverfur toppilmurinn af ilmvatninu. 

 

#7
það getur verið gaman að blanda saman tveimur ilmum í einu til að mynda þitt eigið ilmvatn.  Hafðu þá í huga að það er oft best að blanda saman  sætum ilmum með sítrus ilmum.  Blóm og vanilla fara til dæmis vel með sítrónu og greip tónum. 

#8
Ilmurinn er mikilvægur og þá á svo sannarlega líka við um andardráttinn.  Vertu ALLTAF með mintur í töskunni, þær taka ekki mikið pláss og maður veit aldrei hvenær maður á þeim að halda.

Kveðja

Eva Dögg
eva@tiska.is

Tengt efni:

Ódýr lausn til að fegra húð & hár   Viltu hvítari og hraustlegri neglur?   Viltu bjartari og stærri augu? 3 góð ráð til þess   Bjartari og frísklegri augu á aðeins 5 mínútum   Kókosolían er til margra hluta nytsamleg