Fara í efni

Tenglsamyndun ungra barna

Þegar foreldrar velja tómstundir fyrir ung börn sín á það til að gleymast að þess háttar iðkun er mikilvægur partur í uppeldi barnsins. Tómstundir eiga hlut í því að þroska og móta börnin. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka þegar kemur að kennsluháttum við nám hjá ungum börnum.
Tenglsamyndun ungra barna

Þegar foreldrar velja tómstundir fyrir ung börn sín á það til að gleymast að þess háttar iðkun er mikilvægur partur í uppeldi barnsins.

Tómstundir eiga hlut í því að þroska og móta börnin.

Það er því mikilvægt að vandað sé til verka þegar kemur að kennsluháttum við nám hjá ungum börnum.


Sem kennarar sjáum við mikilvægi þess að mynda tengsl við börnin er kemur að tómstundaiðkun. Við viljum að börnin treysti kennurum þannig að þeim líði vel í kennslustundinni. Þannig teljum við bestu aðstæður til náms skapist.

Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi myndun tengsla við ung börn.

Augnsamband

Til þess að gefa færi á því að ná góðu augnsambandi við börn þarf að fara niður í þeirra hæð. Það eitt og sér gerir ótrúlega mikið fyrir barnið, það býður upp á samskipti, það segir “Ég er hér”. Þá sýnum við að við erum til staðar, fyrir barnið.

Tími

Gefum börnum tíma. Tíma til að mynda traust, tíma til þess að tjá sig og tíma til þess að nálgast þig. Ekki bara inni í kennslustundinni heldur einnig utan hennar. Hvort sem þú hittir barnið á göngum skólans eða úti í búð. Þá er mikilvægt að sýna þeim áhuga, hvort sem það er augnabliks augnsamband og bros, knús eða stutt spjall.

Áhugi

Til þess að mynda tengsl þarf áhuginn að vera til staðar frá báðum aðilum, við viljum kynnast barninu betur og það á rétt á því að kynnast okkur. Hlustum á það sem barnið hefur frá að segja, spyrjum og svörum þeirra spurningum. Hægt er að sýna áhuga með öðrum hætti heldur en að tala saman, bros, blikk eða vink sýnir að þú sérð þau.

Hlýja

Börn eins og fullorðnir eru sum eru ekki tilbúin í snertingu og líkamlega hlýju. Stundum eru börnin ekki komin þangað að þau treysti nóg til þess að sýna þess háttar hlýju en í öðrum tilfellum eru börnin þannig að þau hafi áhuga á þesskonar hlýju. Það ber að sjálfsögðu að virða. Hlýju til barna má sýna með ýmsum hætti. Bros, þumall eða hrós er mjög góð leið til þess að sýna hlýju. 


Börn eiga rétt á fullorðnum einstaklingum í líf sitt sem virða þau, hlusta á þau, og sýna þeim hlýju. Þetta á við heima, í leikskóla, skóla við tómstundaiðkun og annars staðar sem börn eyða tíma sínum.

Þannig byggjum við upp sterka einstaklinga til framtíðar.

Hægt er að skrá á sumarönn Plié Listdansskóla á www.plie.is