Fara í efni

Svona lítum við út í ræktinni

Í síðustu viku frumsýndi „British fitness organization Sport England“ nýja auglýsingu til að hvetja konur til að hreyfa sig. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema að það eru fengnar ALVÖRU konur til að leika í þessari auglýsingu, ekki einhver súpermódel sem hafa stundað sínar íþróttir til margra ára.
Við getum þetta allar
Við getum þetta allar

Í síðustu viku frumsýndi „British fitness organization Sport England“ nýja auglýsingu til að hvetja konur til að hreyfa sig. 

Það væri kannski ekki frásögu færandi nema að það eru fengnar ALVÖRU konur til að leika í þessari auglýsingu en ekki þvengmjó, stælt módel. 

 

Það þarf kjark og þor til að koma sér af stað. Við getum verið mjög gjarnar á að finna okkur afsökun til að fara ekki ræktina. Við erum ekki nógu grannar, eigum ekki það nýjasta tísku-æfingarfatnaðinn (enda allt fáránlega þröngt finnst mér) sem er í gangi hjá íþróttaframleiðendum. Við erum ekki eins og fitness módelin sem sjást í auglýsingum, og tökum það ekki einu sinni til greina að þessar konur hafa lagt blóð,svita og tár til að ná þessum árangri. 

Rannsókn sem Sport England kom af stað leiddi í ljós að færri en 2 milljónir kvenna á aldrinum 14 til 40 ára stundi íþróttir eða hreyfingu heldur en karlar. Og hver er ástæðan?  Jú, konurnar óttuðust að vera dæmdar af útliti sínu, getu eða hvaða hreyfingu þær völdu sér. Þetta kemur niður á konum á öllum aldri.

Með þessari auglýsingu vill Sport England sýna konum, aðrar konur sem stunda íþróttir, konur sem eru venjulegar eins og ég og þú. Við fögnum að fá sjá sanna auglýsingu sem hvetur okkur til að fara af stað og stunda þá hreyfingu sem okkur langar til að stunda. 

Tökum þessar konur til fyrirmyndar sem sjást hérna í myndbandinu  #ThisGirlCan

Heimild: identities.mic

Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg #ThisGirlCan