Fara í efni

Hugleiðingar um Tabata lotuþjálfun

Undanfarið hef ég heyrt töluvert talað um Tabata lotuþjálfun og hversu gott það er að notast við þá þjálfunaraðferð. Frábær þjálfunaraðferð og hægt að nota hana í nánast hvaða æfingu sem er. Hvort sem þú ert að spretta eða lyfta, skiptir engu.
Hugleiðingar um Tabata lotuþjálfun

Undanfarið hef ég heyrt töluvert talað um Tabata lotuþjálfun og hversu gott það er að notast við þá þjálfunaraðferð.

Frábær þjálfunaraðferð og hægt að nota hana í nánast hvaða æfingu sem er. Hvort sem þú ert að spretta eða lyfta, skiptir engu.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Tabata lotuþjálfun mjög sérstök þjálfunaraðferð og þarf að vera framkvæmd á vissan hátt til þess að hún teljist sem Tabata.

Ein Tabata lota stendur yfir í 4 mínútur. Ekki lengur, ekki skemur. 4 mínútur. Þessum fjóru mínútum er skipt niður í 8 smá lotur sem samanstanda af 20 sek vinnu á móti 10 sek hvíld.

En það sem virðist oft gleymast að greina frá er að þegar Tabata lotuþjálfun er framkvæmd, þá þurfa þessar 20 sek af vinnu að vera framkvæmdar á fullu gasi, 100% ákefð. Ekki 60% eða 75%, heldur 100%.

Þá hugsa margir eflaust að ekki sé hægt að halda 100% ákefð í þennan tíma, en 100% ákefð er í raun þú að gefa allt þitt í hverja smálotu. Þó svo að hraðinn/þyngdir minnki eftir því sem líður á lotuna, þá ert þú samt að gefa þitt allra besta.

Það er ástæða fyrir því afhverju lotan er aðeins í 4 mínútur og það er vegna þess að þú átt að vera þreytt/ur eftir lotuna. Ef þú ert að gera Tabata á annað borð, ekki skokka eða lyfta léttum lóðum — þá færð þú ekkert út úr þessari þjálfunaraðferð.

Grein frá faglegfjarthjalfun.com

Vilhjálmur Steinarsson

Menntun:

Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík

Námskeið:

  • Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
  • Ólympískar lyftingar-Lee Taft
  • Stafræn þjálfun-Mike Boyle
  • Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
  • Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
  • Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
  • Elixia TRX group training instructor.
  • Running Biomechanics – Greg Lehman
  • Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman

Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.

Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.

Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)

Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.