Fara í efni

Gummi Haff er með námskeið í skriðsundi, hérna eru allar upplýsingar um námskeiðið

Fyrsta skriðsundsnámskeið Gumma Haff fer í gang þann 22.september.
Skriðsundsnámskeið Gumma Haff
Skriðsundsnámskeið Gumma Haff

Hvenær byrjar námskeiðið?

Fyrsta skriðsundsnámskeið Gumma Haff fer í gang þann 22.september. Hvert námskeið verður 4 vikur þar sem kennt verður mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 - 19:00. Námskeiðið fer fram í sundlauginni á Álftanesi enda frábær aðstaða þar til að iðka sund.

Geta allir komið á lært skriðsund hjá þér, börn og eldriborgarar?

Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum. Það er að segja fólk á aldrinum 16 - ?? og er námskeiðið ætlað þeim sem vilja læra skriðsund sem og bæta sig í því. Ég mun fara ýtarlega í allar helstu hliðar skriðsunds svo sem líkamslegu í vatninu, öndun, höfuðstöðu og tökin. 4. vikum síðar ættu allir einstaklingar sem sækja námskeiðið að vera færir til að synda sér til heilsubótar á skriðsundi.

Ég mun svo hugsanlega bjóða upp á kennslu í vetur þar sem krakkar í grunnskóla sem eru í vandræðum með skólasundið geta komið og fengið kennslu, en þessi kennsla kemur til með að vera gjaldfrjáls af minni hálfu eina sem þarf að gera er að borga sig ofan í sund. Þetta verður kynnt þegar að því kemur og mun nýtast börnum og unglingum á öllum aldri.

Ætlar þú að vera með mörg svona námskeið?

Ég stefni að því að halda áfram með þessi námskeið í allan vetur og til að gera enn betur þá stefni ég að því að vera með framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru lengra komnir sem og þau sem eru búin með námskeiðin hjá mér. Það verður þá þannig sett upp að námskeiðið mun ganga út á að synda sér til heilsubótar og verða meira í stíl við æfingar (líkamsrækt) með kennslu ívafi.

Hvað kostar námskeið og hvað er það langt?

4.vikna námskeið kostar 12.000kr og er aðgangur að sundlauginni innifalinn í því verði á kennsludögum.

Og í lokin vill Gummi koma þessu á framfæri.

Hvert námskeið verður með takmarkaðan fjölda iðkennda en hámarksfjöldi er 15 manns og lágmarksfjöldi er 8 einstaklingar. Nú þegar eru komin lágmarksskráning þannig að námskeiðið fer af stað næstkomandi mánudag. Það eru nokkur laus pláss til að fylla námskeiðið og hvet ég fólk til þess að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér sitt pláss. Ég lofa góðri skemmtun og góðri kennslu. Ég kem til með að vera ofan í lauginni að mestu til að aðstoða og sýna það sem við erum að leggja áheyrslu á á hverri "æfingu"

ss

Hér er svo Facebook síða Gumma Haff.