Fara í efni

Góði liðsmaðurinn

Hópíþróttir og einstaklingsíþróttir byggjast á margan hátt upp á sömu lögmálum. Það er að stórum hluta til sömu hlutir sem einkenna það íþróttafólk sem skarar framúr í hópíþróttum og einstaklingsíþróttum.
Góði liðsmaðurinn

Hópíþróttir og einstaklingsíþróttir byggjast á margan hátt upp á sömu lögmálum.

Það er að stórum hluta til sömu hlutir sem einkenna það íþróttafólk sem skarar framúr í hópíþróttum og einstaklingsíþróttum.

Gott líkamlegt atgervi, tæknileg geta, metnaður og sjálfstraust eru allt hlutir sem einkenna íþróttafólk sem nær árangri, hvort sem er í hópíþróttum eða einstaklingsíþróttum. Það er hins vegar einn eiginleiki sem er sérlega mikilvægur fyrir íþróttafólk sem ætlar sér að ná árangri í hópíþrótt. Það er sá eiginleiki að vera góður liðsmaður.

Góður liðsmaður áttar sig á því að eigin árangur er háður árangri liðsins sem hann tilheyrir. Hans árangur er mældur útfrá árangri liðs síns. Góður liðsmaður gerir því allt sem hann getur til að gera liðsfélaga sína eins góða og mögulegt er, því það er mikilvægt fyrir hans eigin árangur. Það er honum mikilvægt að liðsfélagar hans vilji taka af skarið, séu fullir sjálfstraust. Þess vegna leggur góður liðsmaður mikið upp úr því að liðsfélögum sínum líði sem best, óttist ekki að gera mistök.

Þó svo að liðsheild lýsi eiginleikum liðs þá byggist þessi eiginleiki upp á . . . LESA MEIRA