Fara í efni

Gæludýrin bæta heilsuna og meira til

Það er ekkert leyndarmál að gæludýr láta manni líða vel.
Heilsan og gæludýrin okkar
Heilsan og gæludýrin okkar

Það er ekkert leyndarmál að gæludýr láta manni líða vel.

Í þessari grein er upptalning á því hvernig og hvaða áhrif gæludýrin hafa á andlega og líkamlega heilsu okkar.

Gæludýr gera þig hamingjusamari og heilbrigðari.

Þegar þú kemur heim eftir erfiðan og stressandi dag og það kemur kisa malandi á móti þér eða hvutti með dillandi skottið til að fagna heimkomu þinni þá kemur yfir þig ákveðin ró og það er ekki eitthvað sem þér bara finnst.

Rannsóknir varðandi gæludýr vilja meina að það sé afar gott að eiga loðin vin, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu.

„Gæludýr gefa eigendum sínum í flestum tilvikum skilyrðislausa ást og samþykki og þau eru ávallt nálægt þegar þú þarft á að halda“ segir Gary A. Christenson heimilislæknir í Minnesota.

Lestu áfram…því það er margt sem kemur á óvart varðandi gæludýrin okkar og heilsuna.

Gæludýr geta lækkað kólestrólið

Ef þú átt hund þá eru daglegu gönguferðirnar með hundinn þinn að koma kólestrólinu á rétt ról, en þetta segir Rebecca A. Johnson en hún er framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstövar Human-Animal interaction.

Gæludýr draga úr stressi

Einfaldlega með því að vera í sama herbergi og gæludýrið þitt getur haft einstaklega róandi áhrif. „Hið öfluga oxytocin losnar í heila og streymir um líkaman þegar við horfum á gæludýrið okkar og eins og flestir vita þá fyllir oxytocin okkur af gleðitilfinningu“, segir Johnson.

„Það dregur einnig úr framleiðslu á cortisol sem er stresshormón.“

Johnson hefur unnið með hermönnum sem þjást af PTSD og varð hún vitni að undraverðum breytingum hjá einum hermanni sem var langt leiddur af þessum kvilla. Hann gat ekki farið út úr húsi án þess að konan hans væri með honum. Honum var ráðlagt að fá sér hund og viti menn, á innan við viku var hann farinn að fara allra sinna ferða án eiginkonunar en alltaf með hundinn með sér.

jj

Gæludýr draga úr blóðþrýstingi

Já það er satt, að strjúka kisu eða hundi lækkar blóðþrýsting til muna.

Gæludýr efla hreyfinguna

Hundur er besti félagsskapurinn sem þú getur haft þegar þú ferð út að ganga, jafnvel betri en vinur eða vinkona. En þetta segir Johnson – aðstoðar höfundur bókarinnar „ walk a hound, lose a pound“.

j

Gæludýr geta komið í veg fyrir ofnæmi hjá börnum

Ef þú áttir gæludýr þegar þú varst barn þá eru frekar heppin. Í rannsókn sem gefin var út í Clinical & Experimental Allergy kom fram að börn sem að komust í kynni við gæludýr áður en þau voru 6 mánaða voru minna líkleg til að fá ofnæmi eins og t.d frjókornaofnæmi og exem þegar þau urðu eldri.

j

Gæludýr draga úr þunglyndi

Gæludýr eru félagslegur stuðningur fyrir eigendur sína. Þau geta dregið verulega úr þunglyndi, stressi og þau efla sjálfstraustið. Gæludýr veita eiganda einnig eitthvað afar jákvætt til að sinna og komast þannig hjá neikvæðum hugsunum.

g

Gæludýr bæta sambönd/hjónabönd

Unglingur sem hefur tengst gæludýrinu sínu djúpum böndum mun eiga auðveldara með að tengjast maka sínum og tjá sig tilfinningalega. En þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem gefin var út í the Journal of Applied Developmental Sience.

Gæludýr fylgjast með breytingum á heilsufari eigandans

Gæludýr eru afar viðkæm fyrir hegðun eigenda sinna og getur það verið afar gagnlegt fyrir þá sem að þjást af sykursýki. Sum dýr geta skynjað ef blóðsykurinn hrapar áður en að eigandinn verður þess var. Þegar blóðsykurinn hrapar þá breytist sú lykt sem kemur úr munni og þeir hundar sem eru þjálfaðir til að skynja það eru snöggir til.

Gæludýr efla sjálfstraustið

Gæludýrið þitt dæmir þig ekki. Þeim er alveg sama hvernig þú lítur út og hvernig þú hagar þér – þau elska eiganda sinn óendanlega mikið og vegna þessa þá eflir þetta sjálfstraustið.

Heimild: health.com