Fara í efni

BRONSLEIKAR ÍR

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000.
Bronsleikar ÍR
Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000.

Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá skemmtileg viðfangsefni við hæfi.

Tímasetning

Leikarnir árið 2014 verða  haldnir 4. októtber og hefst keppnin klukkan 9:30. Áætlað er að ljúka verðlaunaafhendingu klukkan 12:30.

Flokkar

  • 8 ára og yngri (2006+)
  • 9-10 ára (2004-2005)

Athugið að aldursflokkar miðast við fæðingarár en ekki afmælisdag

Forskráning hópa

Allir geta myndað hópa og skráð til leiks. Um er að ræða tvo aldurshópa.  Hámarksstærð hópa er 14 börn. Fullorðinn liðsstjóri þarf að fylgja hverjum hóp. Lesa má um hlutverk liðstjóra hér
 Opnað verður fyrir skráningu 15. september 2014

Forskráning einstaklinga

Allir 10 ára og yngri geta skráð sig til þátttöku á Bronsleikum. Ef sérstakar óskir um hópfélaga eru til staðar er hægt að koma þeim á framfæri í skráningaforminu.
Opnað verður fyrir skráningu 15. september 2014

Best er ef forskráningin er gerð tímanlega en kl. 12.00 á hádegi á föstudegi lýkur forskrángingu.

Skránging á staðnum verður frá kl. 8:30

Þátttökugjöld

Þátttökugjald er 2500 kr. á hvert barn í forskráningu og 3000 kr. ef skráð er á staðnum.

Börn sem æfa frjálsar með ÍR og ÍR ungar greiða ekki þátttökgjöld.

Greiðsla

  • Þátttökugjöld má greiða inn á reikning Frjálsíþróttadeildar ÍR: 0115 - 26 - 14004  kt. 421288-2599 og sýna útprentaða staðfestingu á greiðslu þegar mætt er á leikana eða senda kvittun úr heimabanka á netfangið bronsleikar@gmail.com með kennitölu barns/nafni á hóp í skýringu.
  • Eindregið er mælst er til þess að félög sem mæta á Bronsleika með iðkendur sína geri upp fyrir sitt lið í einu lagi.
  • Greiða á staðnum með peningum eða korti

Verðlaun

Þátttökuverðlaun fyrir alla keppendur

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir

bronsleikar@gmail.com

HÉR má skoða heimasíðu ÍR.