Fara í efni

Aqua Zumba - Ný námskeið byrja á mánudaginn 7.september, skráðu þig strax í dag

Aqua Zumba námskeiðin hafa verið uppseld hingað til því ákváðum við að bæta við fleiri námskeiðum sem hefjast í næstu viku.
Aqua Zumba - Ný námskeið byrja á mánudaginn 7.september, skráðu þig strax í dag

Aqua Zumba námskeiðin hafa verið uppseld hingað til því ákváðum við að bæta við fleiri námskeiðum sem hefjast í þessari viku. 

Aqua Zumba® hefur verið í boði hjá Klifinu fræðslusetri í Garðabæ frá haustinu 2012.

Það hefur notið mikilla vinsælda og oftar en ekki selst upp á námskeiðið. Aqua Zumba er sannkallað Zumba sundlaugarpartý sem gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu en þar sameinast hugmyndafræði Zumba® og hefðbundin vatnsleikfimi. 

Vatn veitir mótstöðu við hverja hreyfingu sem gerir líkamsrækt í vatni krefjandi, þar sem reynir á þol og hefur líkamsmótandi áhrif. Vegna mótstöðu vatnsins verða hreyfingarnar hægari sem dregur úr álagi á liði og vöðva auk þess sem mýkingaráhrif vatnsins minnka álag á hjartað.

Í vatninu er því hægt að dansa, hoppa og skoppa án mikils álags á líkamann. Aqua Zumba er því örugg og hressandi líkamsrækt sem hentar mjög breiðum hópi fólks. Zumba  er skemmtileg æfingaformúla sem kemur manni alltaf í gott skap.

Allir geta verið með því aðal málið er að njóta tónlistarinnar, hreyfa sig og brosa. Zumba er fyrst og fremst skemmtun en einnig líkamsrækt í dulargerfi.

Leiðbeinandi á námskeiðunum hjá Klifinu er Kristbjörg Ágústsdóttir sem er með alþjóðleg réttindi í Zumba fitness og Aqua Zumba auk fleiri tegunda Zumba m.a. Zumba kids sem er  Zumba skemmtun fyrir börn. HÉR má sjá heimasíðu Kristjbjargar. 

Síðustu tvo vetur hefur sá hópur stækkað sem er að koma aftur og aftur á námskeið og því hefur Kristbjörg í samstarfi við Klifið ákveðið að fjölga tímum sem eru í boði.

Aqua Zumba er kennt í Sundlauginni í Sjálandsskóla í Garðabæ en þar er fallegt útsýni yfir Arnarnesvoginn og ljúft að láta líða úr sér eftir tíma í heita pottinum.

Þátttakendur eru á öllum aldri enda hentar Aqua Zumba flestum fullorðnum.

HÉR má skrá sig á námskeiðin.