Fara í efni

Mikilvægi þess að hreyfa sig þegar þú eldist

Líkamleg athafnasemi og hreyfing getur hjálpa þér að vera heilbrigð, orkufull og sjálfstæð þegar þú eldist.
Hreyfing er mikilvæg fyrir fólk á öllum aldri
Hreyfing er mikilvæg fyrir fólk á öllum aldri

Líkamleg athafnasemi og hreyfing getur hjálpa þér að vera heilbrigð, orkufull og sjálfstæð þegar þú eldist.

Þeir sem eru 65 ára og eldri eyða að meðaltali 10 klukkustundum á hverjum degi sitjandi eða liggjandi. Þetta gerir þennan aldurshóp hinn mest kyrrsetna.

Þetta hefur í för með sér slæmar afleiðingar, hærri tíðni falla, offitu, hjartasjúkdóma og ótímabær dauði. Þegar þú eldist þá er afar mikilvægt að vera virkur ef þú vilt vera heilbrigður og halda sem lengst í sjálfstæði. Ef þú heldur þér ekki virkum að þá byrja allir þeir hlutir sem þú áður naust að gera að verða erfiðari.

Þú gætir átt í erfiðleikum með að t.d leika við barnabörnin, að ganga út í búð eða fara út og hitta vini. Þú ferð að fá verki þar sem þú hafðir aldrei fundið fyrir þeim áður, verður orkulausari og líkur á falli aukast til muna. Allt þetta getur leitt til þess að þú getir ekki séð um þig sjálf(ur) né gert það sem að þér finnst skemmtilegt.

Afgerandi vísbendingar

Það er vísindalega sannað að fólk sem að hreyfir sig og er virkt í daglegu lífi á í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki 2, sumar tegundir af krabbameini, þunglyndi og elliglöp.

Hvað á ekki að telja með

Hin daglegu verk, eins og að versla, elda eða þrífa teljast ekki með í þær 150 mínútur sem þú ættir að hreyfa þig á viku, því að þessi verk ná hjartslættinum ekki upp. Ef þú vilt halda þér verkjalausum, án geðsjúkdóma og vera fær um að fara út og halda í sjálfstæðið langt fram á háan aldur þá verður þú að hreyfa þig.

Þetta er það einfalt. Það eru margar leiðir til þess að hreyfa sig og það er ekki endilega verið að tala um líkamrækt.

“Þegar fólk eldist og líkaminn fer að hrörna er líkamleg hreyfing mikilvæg því hún hægir á þessari hrörnun” segir Dr. Nick Cavill. “Það er mikilvægt að vera virk og hreyfa sig og jafnvel auka á hreyfingu eftir því sem að fólk eldist”.

Flestir vilja geta haldið sambandi við samfélagið, vini og nágranna og með því að vera virk að þá getur fólk verið visst um að geta haldið því áfram.

Hvað er líkamleg athafnasemi?

Líkamleg athafnasemi er allt sem að kemur þér á hreyfingu. Það getur verið allt frá góðum göngutúrum til léttra íþrótta.

Það fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar þú eldist er að halda áfram að hreyfa sig. það þýðir að þú verður að passa upp á að sitja ekki of lengi yfir daginn. Ekki sitja og horfa of lengi á sjónvarpið, eða við tölvuna, keyrandi eða að lesa.

Þó svo einhver hreyfing sé betri en engin að þá verður þú að stefna á að hreyfa þig að minnsta kosti 150 mínútur á viku.

Gerðu plan um að hreyfa þig eitthvað á hverjum degi. Sem dæmi í 10 mínútur á dag eða meira. Þeim mun meira sem þú hreyfir þig daglega þeim mun meira ertu að gera þér gott.

Best er að stefna á 30 mínútur á dag í einhverskonar hreyfingu og það að fara út að ganga er einfaldast.

Taktu svo tvo daga í viku í styrktar æfingar, þær eru svo góðar til að styrkja vöðva og bein. Léttar æfingar með lóð eða hreinsa vel til í garðinum.

Hér eru dæmi :

-         Kraftganga

-         Æfingar í vatni

-         Hjóla

-         Eða slá garðinn

Að byrja

Hvað sem þú velur þér að gera fer auðvitað eftir kringumstæðum, en þú skalt samt alltaf reyna að gera eitthvað sem að þér finnst gaman þegar kemur að hreyfingu.

Heilbrigð þyngd

Fullorðnir sem að eru í yfirþyngd geta bætt sína heilsu með því að hreyfa sig, jafnvel þó þeir missi engin kíló í kjölfarið.

Til að missa nokkur kíló að þá þarf meiri hreyfingu en 150 mínútur á viku og gera breytingar á mataræði.

Byrjaðu á því að byggja þig upp að þessum 150 mínútum og þegar þeim er náð þá getur þú bætt við hægt og rólega.

Ef þú ert nú þegar virk í hreyfingu að þá geta 75 mínútur á viku dugað þér. Ef þú getur, skokkaðu þá létt eða spilaðu tennis.

Rannsóknir sýna að það er aldrei of seint að byrja og þannig bæta heilsuna og auka á lífsgæði. Sem dæmi, eldriborgarar sem eru virkir draga úr hættu á hjartasjúkdómum á sama hátt og sá sem að byrjar að hreyfa sig á yngri árum. Ef þú hefur verið óvirk í hreyfingu í langan tíma þá skaltu ekki flýta þér af stað. Það er afar mikilvægt að byggja upp þolið hægt og rólega.

Þú ert samt að bæta heilsuna og þú dregur úr hættunni á því að detta.

Og mundu, þeim mun meira sem þú hreyfir þig, þeim mun meira ertu að gera líkamanum gott.

HÉR má svo finna eitt og annað er viðkemur hreyfingu fyrir eldriborgara.

Heimildir: nhs.uk