Hreyfismiđja - 13-16 ára strákar - Dans sem farvegur fyrir orku og tilfinningar

Dans sem farvegur fyrir orku og tilfinningar

Námskeiđiđ er fyrir unglings stráka. Hentar vel strákum međ ADHD.

Á námskeiđinu verđa kenndir nokkrir dansstílar sem byggja á YES AND tćkni, eđa jákvćđni í bland viđ flćđi, sköpun og nútímadans.

Unniđ verđur međ hreyfingu á fjölbreyttan hátt međ liđleikaćfingum, gjörningum, flashmob, spuna auk ţess sem fariđ verđur í vettvangsferđir. Gestakennarar koma líka í heimsókn og fjalla sérstaklega um mátt hugans.

Markmiđ námskeiđsins er ađ auka sjálfstraust og líkamsímynd ţátttakenda. Unniđ verđur međ líkamsmeđvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiđi.

Námskeiđiđ er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Klifsins, en Guđmundur Elías stundar kennsluréttindanám viđ LHÍ.  Hreyfismiđjan er í ţróun og munu ţátttakendur fá tćkifćri til ţess ađ taka virkan ţátt í mótun námskeiđsins međ Guđmundi ađ ţörfum unglingsstráka međ ADHD. 

 • Námskeiđisnúmer: V156401
 • Stađsetning: Íţróttamiđstöđin Ásgarđur
 • Hefst: 27. apríl 2015
 • Fjöldi skipta: 8 skipti, 50 mínútur í senn
 • Kennslustundir: 8 kennslustundir
 • Vikudagur: mánudagur miđvikudagur
 • Tími: kl. 16:00 - 16:50
 • Aldur: 13-16 ára
 • Fyrir hverja: Fyrir stráka međ ADHD
 • Verđ: 15.900

Hér má sjá heimasíđu klifid.is og HÉR er auđvelt ađ skrá sig á námskeiđiđ.

Kennari

g

 

GUĐMUNDUR ELÍAS KNUDSEN

Guđmundur Elías Knudsen leggur stund á meistaranám viđ listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Guđmundur var fastráđinn viđ Íslenska dansflokkinn frá hausti 2001 til vors 2012 og tók hann ţátt í öllum uppfćrslum flokksins nema Ambra og Transaqvia á ţeim tíma. Hann hóf nám viđ Listdansskóla Íslands ´94-96 eftir ţađ flutti hann sig til Hollands í nám viđ Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Ţađan útskrifađist hann voriđ 2000. Guđmundur dansar annađ tveggja hlutverka í dansmynd Katrínar Hall "Burst" sem hlaut verđlaun á danshátíđ í Toronto, Kanada. Hann var hreyfimeistari fyrir Algjör sveppur, Dagur í lífi drengs, sem fékk tilnefningu sem besta barnasýningin. Hann hefur auk ţess tekiđ ţátt í fjölda söngleikjum og var Dans Kafteinn í sýningu Borgarleikhúsins, Mary Poppins. Í vetur mun Guđmundur taka ţátt í sýningu Borgarleikhússins á söngleiknum Billy Elliot.

 


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré