Fara í efni

Vesturbæjarhópurinn – Hlaupasamtök Lýðveldisins

Vesturbæjarhópurinn, eða Hlaupasamtök Lýðveldisins eins og hann heitir að réttu, var stofnaður á vormánuðum árið 1985 og er því með eldri hlaupahópum landsins.
Elstu hlaupasamtök á landinu
Elstu hlaupasamtök á landinu

Vesturbæjarhópurinn, eða Hlaupasamtök Lýðveldisins eins og hann heitir að réttu, var stofnaður á vormánuðum árið 1985 og er því með eldri hlaupahópum landsins.

Hlaupasamtökin eru jafnframt einn virðulegasti hlaupahópurinn á Íslandi þrátt fyrir að vera í sífelldri endurnýjun. Allir meðlimir eru þjálfarar þar sem sá frekasti ræður hverju sinni og því hefur enginn hópur á landinu jafn marga þjálfara.

Hópurinn sendir á hverju ári góða fulltrúa í erlend hlaup. Óhætt er að fullyrða að fáir hlaupahópar hafi tekið þátt í fjölbreyttari hlaupum í mismunandi heimsálfum.

Sem dæmi, má nefna maraþon í Berlín, Amsterdam, New York, Boston, Freiburg, Kaupmannahöfn, lengri vegalengdir í Sahara og Grikklandi og styttri vegalengdir í S-Ameríku.

Á áætlun eru maraþon í Japan og Big Sur í USA.

Hlaupasamtök Lýðveldisins halda Minningarhlaup um Guðmund Karl Gíslason sem auglýst er á hlaup.is

Félagslíf er jafnvel enn fjölbreyttara en hlaupin. Fyrir utan hefðbundið dót eins og árshátíð, þorrablót og jólamat sem er hjá öllum hlaupahópum, má nefna fjallgöngur og fjallahlaup, Reykjafellshlaup, chilli eftir Reykjavíkurmaraþon, samræður í potti eftir hvert einasta hlaup o.fl., o.fl.

Hópurinn hleypur frá Vesturbæjarlaug og ættu allir að geta fundið sér félaga við hæfi þar sem meðlimir eru í ýmsum getu-, aldurs- og þyngdarflokkum.

Skipulag æfinga er sem hér segir:

  • Mánudagar  kl 17:30: A-hópur: rólega 8-10 km; B-hópur 12-14 km, sprettir eða brekkur.

 

  • Miðvikudagar kl 17:30: A-hópur: nokkuð þétt 10-14 km; B-hópur 14-18 km, tempókaflar.

 

  • Föstudagar           kl 16:30: A- og B-hópar 8-12 km rólega eða eftir getu.

 

  • Laugardagar  kl 8:30 og 9:30 A- og B-hópar 18-36 km eftir æfingaplani hvers og eins.         

Þeir sem leggja af stað 8:30 koma aftur við í Vesturbæjarlaug kl 9:30 og sameinast fleiri hlaupurum).

Laugardagsæfingin kl 9:30 er samæfing með hlaupahóp KR.

 Sunnudagar: kl. 10:10, létt skokk með göngu- og fræðsluívafi. Ef heppnin er með gefst hér tækifæri til að hlaupa með formanni samtakanna til lífstíðar.

Árstíðabundnar æfingar / maraþonundirbúningur: Föstudagar kl 06:25: 8-10 km rólega m.v. getu; stundum einnig mánudaga og miðvikudaga. Þessa daga er hisst við Melabúðarhorn.

Ekkert þátttökugjald er í hópinn og eru allir velkomnir.