Fara í efni

Skokkhópur Fjölnis Grafarvogi

Hópurinn hefur verið starfræktur óslitið frá því í september árið 1992.
Skokkhópur Fjölnis Grafarvogi
Skokkhópur Fjölnis Grafarvogi

Skokkhópur Fjölnis Grafarvogi.
Þjálfari: Erla Gunnarsdóttir íþróttakennari BSc Íþróttafræðingur.

Hópurinn hefur verið starfræktur óslitið frá því í september árið 1992.

Æfingar eru frá Hamraskóla á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30.

Á sumrin er að auki hlaupið frá sundlauginni á fimmtudögum kl 17:30. Á veturna er fimmtudagsæfingin í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Byrjað er á upphitun og síðan hlaupið eftir áhuga og getu um Grafarvoginn, Elliðaárdalinn, Vogana, efri byggðir og jafnvel víðar. En við erum mjög vel sett með góðar og fjölbreyttar hlaupaleiðir á göngustígum. Eftir 45 - 55 mín (fer eftir veðri og árstíma) hittist hópurinn aftur við Hamraskóla þar sem farið er inn og gerðar teygjur, styrkjandi æfingar og jafnvel endað á stuttri slökun.

Hópurinn samanstendur af fólki á mismunandi getustigi, svo það ætti að vera auðvelt að koma inn í og finna hlaupafélaga á sínu getustigi. Þjálfari gefur upp mínúturnar sem æfingin tekur og fer hver og einn á sínum hraða og þá misjafnlega langar vegalengdir.

Byrjendur eru alltaf velkomnir og fá þá áætlun til að fara eftir sem byggist á því að ganga og skokka til skiptis.
Þeir sem eru komnir með góðan grunn taka sig saman um helgar, yfirleitt á laugardögum og hlaupa þá lengra og rólegra hlaup.

Bent er á að á heimasíðunni okkar www.skokk.com er sett inn vikulegur pistill frá þjálfaranum, auk áætlunar vikunnar þar sem gefin er upp hvaða leið er farin og áherslur þeirrar viku (þetta finnið þið undir linknum áætlun vikunnar á síðunni).

Hópurinn ásamt Frjálsíþróttadeild Fjölnis stendur fyrir almenningshlaupi í maí sem undanfarin ár hefur verið hluti af Powerade sumarhlauparöðinni.

Félagslífið er blómlegt og dagskráin er brotin upp nokkrum sinnum á ári með ýmsum uppákomum svo sem árshátíð, vorhátíð, Áslákshlaupi, súpuhlaupi og samveru eftir Reykjavíkurmaraþon.

Það eru allir hjartanlega velkomnir að stunda skokk sem líkamsrækt með okkur þar sem kjörorðið er:

„Hress og kát á hreyfingu“

Erla Gunnarsdóttir þjálfari
Sími: 587-7158 og 892-7158

Netfang: erlagu@internet.is
Vefsíða: http://www.skokk.com