Fara í efni

Langhlauparar ársins 2014

Að mati hlaupara og lesenda HLAUP.is
Kári Steinn Karlsson og Elísabet Margeirsdóttir
Kári Steinn Karlsson og Elísabet Margeirsdóttir

Kári Steinn Karlsson og Elísabet Margeirsdóttir langhlauparar ársins

Kári Steinn Karlsson og Elísabet Margeirsdóttir eru Langhlauparar ársins 2014 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í sjöunda skipti laugardaginn 7. febrúar en verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Kári Steinn hlaut 3535 stig og Elísabet 3254 stig. Í öðru sæti urðu Þorbergur Ingi Jónsson (3151 stig) og Arndís Ýr Hafþórsdóttir (3104 stig) og í þriðja sætinu urðu Ívar Trausti Jósafatsson (2814 stig) og Helen Ólafsdóttir (3015 stig).

Fjöldi tilnefninga barst frá lesendum til langhlaupara ársins 2014 en samtals voru 29 hlauparar tilnefndir, þar af 12 konur og 17 karlar. Í ár var kosið á milli sex hlaupara í hvorum flokki fyrir sig og fór einkunnagjöfin fram þannig að gefin voru stig frá 1 upp í 7. Í kosningunni sjálfri greiddu 850 hlauparar atkvæði.

Vestmannaeyjahlaupið hlaup ársins – Fjögurra skóga hlaupið utanvegahlaup ársins

Val á hlaupi ársins var einnig kunngjört á verðlaunaafhendingunni. Fjögurra skóga hlaupið hlaut titilinn besta utanvegahlaupið 2014 og Vestmannaeyjahlaupið. Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá eru það lesendur hlaup.is sem velja hlaup ársins með einkunnagjöfum.



Allir hlauparar sem tilnefndir voru til Langhlaupara ársins 2014 (eða fulltrúar) Frá vinstri: Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Anna Sigrún Björnsdóttir, Andrea Kolbeinsdóttir, Elísabet Margeirsdóttir, Helen Ólafsdóttir Martha Ernstsdóttir, Arnar Pétursson, Ágúst Kvaran, Ívar Trausti Jósafatsson, faðir Stefáns Guðmundssonar og Þorbergur Ingi Jónsson.


Efstu 3 karlar og konur. Þrír efstu í kjöri á langhlaupara ársins 2014



Frá vinstri: Þorbergur Ingi Jónsson, Kári Steinn Karlsson, Ívar Jósafatsson, Helen Ólafsdóttir og Arndís Ýr Hafþórsdóttir

Fulltrúar bestu götuhlaupa og utanvegahlaupa ársins 2014.

Frá vinstri: Rán Kristinsdóttir og Fannar Baldursson sem sjá um Snæfellsjökulshlaupið, Martha Ernstsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Óshlíðarhlaupsins og Vesturgötunnar, Guðrún Arngrímsdóttir sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Fjögurra skóga hlaupsins og Magnús Bragason einn af aðstandendum Vestmannaeyjahlaupsins. Á myndina vantar Guðríði Maríu Jóhannesdóttir fulltrúa Nauthólshlaupsins.



Sigurvegararnir Kári Steinn og Elísabet

Nánari upplýsingar má fá í frétt  á hlaup.is.

Upplýsingar um afrek þeirra sem tilnefndir voru til langhlaupara ársins