Fara í efni

Globeathon hlaupið

Globeathon er alþjóðlegt hlaup sem fer fram á 80 stöðum í heiminum á sama tíma. Tilgangur hlaupsins er að vekja vitund fólks um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna.
Globeathon er alþjóðlegt hlaup
Globeathon er alþjóðlegt hlaup

Almennt um hlaupið
Globeathon er alþjóðlegt hlaup sem fer fram á 80 stöðum í heiminum á sama tíma. Tilgangur hlaupsins er að vekja vitund fólks um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna. Allur ágóði hlaupsins rennur óskiptur til LÍF sem er styrktarfélag kvennadeildar LSH. Sjá nánar á http://www.globeathon.com/ og einnig á facebook: Globeathon-Ísland.

Tímasetning
Sunnudagur 29. september 2013 kl. 13.00

Vegalengdir
5 km ganga eða hlaup og 10 km hlaup, allt með tímatöku.

Staðsetning
Hlaupið er ræst fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. Hlaupið er yfir gömlu Hringbraut og á gangstéttum og stígum sem leið liggur meðfram Öskjuhlíð, fram hjá HR og svo inn í Fossvog þar sem er snúið við og hlaupið til baka sömu leið.

Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is. Afhending gagna fer fram í anddyri LSH við Hringbraut frá kl. 11 og fram að hlaupi þann 29. sept og á föstudeginum 27. sept milli klukkan 15 og 17.

Þátttökugjald
2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börn 15 ára og yngri.

Verðlaun
Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í báðum vegalengdum. Fyrstu verðlaun í 10 km hlaupi eru Asics hlaupaskór og fyrstu verðlaun í 5 km hlaupi eru hlaupajakkar 66°N. Einnig verða fjöldi útdráttaverðlauna.

Skipuleggjendur er LÍF styrktarfélag kvennadeildarinnar, frekari upplýsingar er að fá: Þórunn Hilda, totla@gefdulif.is s: 696-4600 og Halla Björg Lárusdóttir s: 615-2695.